Fimmtudagur, 15. apríl 2010
Össur staðfestir aðlögunarferli að ESB
Þjóðinni var talin trú um að Ísland hæfi samningaviðræður við Evrópusambandið og fengi að þeim loknum samning sem þjóðaratkvæði yrði greitt um. Gagnrýnendur umsóknar um aðild sögðu að Evrópusambandið byði ekki upp á viðræður, aðeins aðlögunarferli.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra staðfestir að Ísland er í aðlögunarferli að Evrópusambandinu en ekki í samningaviðræðum. Össur reynir að telja þjóðinni trú um að í aðlögun að Evrópusambandinu sé lykill að endurreisn landsins. Reyndin verður þveröfug; með aðild færum við úr öskunni í eldinn.
Aðlögunarferli að Evrópusambandinu þverbrýtur meginforsendur loforðs ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. um samningaviðræður við ESB og þjóðaratkvæði um samninginn. Í aðlögunarferlinu innleiðum við regluverk ESB og þegar að þjóðaratkvæði kemur stendur þjóðin frammi fyrir orðnum hlut.
Samfylkingin er að fremja valdarán.
Athugasemdir
Hvernig getum við varist því? Án þess að grípa til ofbeldis?
Kolbrún Hilmars, 15.4.2010 kl. 23:16
Þú greinilega stendur þig í vinnunni fyrir sjálfstæðisflokkinn Páll.Í sérhagsmunagæslunni alla daga fyrir Bjarna Ben og allar hinar klíkunar sem vilja mjólka almenning hérna á landi inn að beini.
Jón Frímann (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 23:29
Páll Vilhjálmsson.
Þú og þínir ,,mennta -hroka-gikkir" sem náðuð í menntun ykkar í skóla sem er fjármagnaður úr spilakössum , með því að gera fólk að spílafíklum !
Þið gerið ykkur ekki grein fyrir að það er til eitthvað meira en ,,glæpaþjóðfélag" eins og ykkar ,,mennta-hroka-gikkir" hafið stjórnað í áratugi og komið á hausinn !
Það er þess vegna nauðsyn á að fá hér fólk inn til að sýna okkur að við eigum einhverja von !
JR (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 23:31
Samfylkingin er að liðast sundur sem betur fer.
Það er dásamlegt hvað þeir Jón Frímann og JR eru málefnalegir. Þeir finna greinilega engin mótrök og fara því beint í persónulegt skítkast, eins og títt er hjá blogglúðrasveit samfylkingarinnar
Hreinn Sigurðsson, 16.4.2010 kl. 08:17
Sammála hverju orði Hreins Sigurðssonar að ofan.
Elle_, 16.4.2010 kl. 14:21
Jón Frímann og JR eru dæmigerðir fyrir hrunflokk Baugsfylkingar sem er öskuhaugur pólitískra loosera. Nema að þetta eru einn og sami?
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 17:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.