Tímabundin afsögn telur ekki

Björgvin G. Sigurðsson eykur aðeins útgjöld ríkisins með tímabundinni afsögn og skyldi ætla að þessi þingmaður væri þjóðinni þegar allof dýr. Þegar við bætist að Björgvin G. ætlaði sér að sitja af sér umræðuna um vanrækslu í starfi sem viðskiptaráðherra hrunstjórnarinnar er morgunljóst að þingmaðurinn er ekki hótinu betri en útrásarhyskið sem hann var á mála hjá.

Björgvin G. verður að segja af sér þingmennsku fyrir fullt og fast. Á eftir honum eiga Illugi Gunnarsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir að segja af sér þingmennsku.

Ef alþingi ætlar að halda reisn sinni verða þeir þingmenn sem ataðir eru útrásareðju að segja af sér.  Ótímabundið.


mbl.is Anna Margrét sest á þing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Fínn pistill nema hvað þessi listi er alltof stuttur í annan endann.

Magnús Þór Hafsteinsson, 15.4.2010 kl. 21:11

2 identicon

Eru það örugglega ekki fleiri sem þú villt að hverfi af alþingi , vegna þessara mála ?

Hvað veldur ?

JR (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 21:31

3 identicon

Bjarni Vafningur Benediktsson,þarf einnig að taka gullslegna pokan sinn.

Númi (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 21:32

4 identicon

,,,,og fleiri þurfa að taka pokan sinn,Össur,Jóhanna,Illugi Guðlaugur,Tryggvi Þór

Þorgerður Katrín, Árni Þór,Steinunn Valdís og þessi áður nefndi Bjarni Vafningur.

Númi (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 21:35

5 Smámynd: Elle_

Allir í Alþingi mættu nánast hverfa sjónum okkur.  Allir sem píndu EU-vitfirrtu umsóknina í gegn með ofbeldi, allir sem studdu Icesave og allir sem voru viðriðnir mafíósa glæpabankannna og glæpafyrirtækjanna.  

Elle_, 16.4.2010 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband