Ofnæmi gagnvart auðmönnum

Eyjan segir frá dæmum um ofnæmisviðbrögð almennings gagnvart auðmönnum. Félagsleg útskúfun af þessu tagi er eðlilegt viðbragð við glæpum útrásarauðmanna. Þeim á ekki að líðast að ganga um götur og torg eins og ekkert hafi í skorist.

Enginn útrásarmannanna hefur gengist við afbrotum sínum og all margir þeirra ætla sér hlut í íslensku atvinnulífi. Björgólfur yngri var nærri búinn að fá lög samþykkt á alþingi sem veitti fyrirhuguðu gagnaveri hans skattaafslátt; Jón Ásgeir Baugsstjóri fær í umboði Arions banka að maka krókinn í smásöluversluninni og á fjölmiðlamarkaði í boði Landsbankans; Ólafur Ólafsson fékk Samskip gefins frá Arion banka. Dæmin eru fleiri.

Auðmennirnir og meðhlauparar þeirra eru ekki næmir á ofnæmisviðbrögð almennings. En með tíð og tíma síast það inn hjá þeim að þeirra framlag til íslensks samfélags er afþakkað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

,,Enginn útrásarmannanna hefur gengist við afbrotum sínum.."

Hvers vegna minnist þú ekki á pólitíkusa úr sjálfstæðisflokknum, sem voru aðal höfundar útrásarinnar ?

Hagsmunatengsl ?

JR (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 21:41

2 Smámynd: Elle_

Bendi ofanverðum á eftirfarandi og lýsandi comment frá Hirti J. Guðmundssyni úr næstu færslu á undan:

JR (sem getur ekki skrifað undir nafni), hvaða tilraunir eru þetta endalaust til þess að segja Páli hvað hann eigi að skrifa um og hvað ekki? Þú setur varla inn athugasemd hér í öðrum tilgangi. Hvers vegna stofnar þú ekki þitt eigið blogg og skrifar um þessa hluti í stað þess að segja öðrum að gera það?

Hjörtur J. Guðmundsson, 15.4.2010 kl. 09:31

Elle_, 16.4.2010 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband