Þriðjudagur, 13. apríl 2010
Baugslýðveldið
Ef Fréttablaðið væri eitt um að segja frá hrunskýrslunni myndu lesendur halda að bankakreppan væri vegna stjórnvalda. Á forsíðu í dag er aðalfyrirsögnin Engin gekkst við ábyrgð. Í undirfyrirsögn er sagt frá mistökum og vanrækslu ráðherra, seðlabankastjóra og forstjóra FME áður en minnst er á eigendur bankanna. Orðalagið verður þá nærgætið: ,,Stærstu hluthafar bankanna fengu óeðlilegan aðgang að lánsfé."
Ólafur Stephensen nýkeyptur ritstjóri á Baugsmiðilinn dregur ekki dul á hver borgar honum launin í leiðara sem ber yfirskriftina Bananalýðveldið. Þar tíundar hann söguna um að persónuleg óvild milli manna hafi valdið hruninu og segir jafnframt að hörðust sé gagnrýnin í skýrslunni á Davíð Oddsson þegar ríkið yfirtók Glitni. Eins og menn muna kallaði Jón Ásgeir, sykurpabbi Ólafs, þann gjörning bankarán.
Fréttablaðið er aumkunarverðasta útgáfan á norðurhveli jarðar.
Athugasemdir
Er ekki kominn tími á nýtt dagblað hér á Íslandi ?
Málið snýst nefninlega um það hve lengi fólk neyðist til að horfa upp á þennan sirkus.
Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 08:50
Því miður fellur ritstjóri Fréttablaðsins á prófinu.
Ég er þó ekki fyllilega sammála gagnrýni Páls hérna.
Umfjöllun Fréttablaðsins er bara léleg. Efni er troðið inn í kringum auglýsingar þar sem pláss skapast.
Þarna er engin opnuumfjöllun.
Allt er þetta mjög aumt.
Fréttablaðið er bara lélegt blað enda er það ekki selt heldur borið ókeypis í fólk.
Drasl.
Almennilegir fjölmiðlar selja vinnu sína og eru stoltir af.
karl (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 08:58
Já, drasl. Draslblað og Rykský JÁJ, ætti það að heita.
Elle_, 13.4.2010 kl. 11:27
Rétt athugað hjá Páli. Skapsmunir Davíðs og viðbrögð gagnvart Glitni ollu ekki hruninu því þá var hrunið löngu byrjað. Fréttablaðið falsar veruleikann.
Baldur Hermannsson, 13.4.2010 kl. 11:55
Bara sama gamla sagan undan lygahirðinni hans Jóns Ásgeirs.
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 14:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.