Bankar stjórnuðu landinu, glæpamenn bönkunum

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar var ákveðin fyrir kosningarnar 2007, enda ríkisstjórnin uppnefnd Baugsstjórnin. Niðurstaða lýðræðislegra kosninga var aukaatriði.

Útrásarauðmenn stjórnuðu fjölmiðlum og áttu greiða leið inn í stjórnmálaflokkana. Rökstuddur grunur var um þessa tilhögun mála

Skýrsla rannsóknarnefndar alþingis staðfestir að glæpamenn stjórnuðu bönkunum. En það vissu allir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Baugur Baugur Baugur Baugur....Ertu svo firrtur að þú getir ekki lesið neitt annað út úr því sem fram er komið í skýrslunni ?

hilmar jónsson, 12.4.2010 kl. 11:48

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þröngur er sjóndeildarhringur þessa ágæta bloggara

Jón Ingi Cæsarsson, 12.4.2010 kl. 12:42

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Orð að sönnu hjá þér Páll !!

Leiðinlegt hvernig þið Samfylkingarmenn, sem varið hafið Baugsveldið í hvívetna, skulið bregðast við. Stærstu þjófarnir eru helstu styrktaraðilar Samfylkingarinnar Jón Ingi, hvort sem þér líkar betur eða verr !!!

Sigurður Sigurðsson, 12.4.2010 kl. 14:03

4 identicon

Ef aðalatriðið er lesið út úr skýrslunni er stórkostlegur þáttur stjórnmálaflokks sem svo sannarlega mætti með ósekju nefna Baugsfylkinguna og eiganda flokkþjóðarskömmina Jón Ásgeir Jóhannesson.  Hann er hrunkóngurinn með yfirburðum og Baugsfylkingin að sama skapi hrundrottningin.  Baugsfylkingarmenn verða að verja eiganda sinn, og þá um leið flokkinn. 

Rannsóknarnefnd Alþingis bendir á að heildarskuldbindingar Baugssamstæðunnar í árslok árið 2008 við alla bankana námu 700 milljörðum króna. Þær skuldbindingar eru hátt yfir reglum jafnvel þótt þeim væri bróðurlega skipt á milli bankanna þriggja.

Er það niðurstaða nefndarinnar að deila megi um hvort fallið hafi fyrst Baugur eða bankarnir. Staðreyndin hafi verið að hrun aðeins eins mikilvægs félags innan Baugs hefði að líkindum nægt til að fella alla bankana þrjá. Metur nefndin það svo að Baugur og bankarnir hafi falið í sér eina sameiginlega áhættu. Engin vafi leiki á að þar hafi bankarnir verið komnir of nálægt viðskiptavinum sínum.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband