Jón Ásgeir telur sig eiga vin í Steingrími J.

Steingrímur J. er fjármálaráðherra og hefur séð um að endurreisa bankakerfið. Tveir endurreistu bankanna, Arion banki og Landsbankinn, moka peningum í tvö fyrirtæki sem Jón Ásgeir Jóhannesson Baugsstjóri á enn, Haga og 365 miðla.

Bréf Jóns Ásgeirs ber það með sér að hann hafi verið meðvitaður um velvild Steingríms J. í sinn garð og að endurreistu bankarnir veiti fyrirtækjum Jóns Ásgeirs áframhaldandi fyrirgreiðslu m.a. fyrir sakir velviljaðs hlutleysis fjármálaráðherra.

Steingrímur J. þarf að útskýra fyrir alþjóð í fyrsta lagi hvaða tengingar eru á milli hans og Jóns Ásgeirs og í öðru lagi hvers vegna Jón Ásgeir nýtur enn fyrirgreiðslu endurreistu bankanna.


mbl.is Biður Steingrím að gæta orða sinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bullustampur geturðu verið.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 14:02

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Jón Óskarsson, tengsl Kaupþings Banka inní ríkisstjórnina og Vinstri Græna sérstaklega er kunn. Systir Jóns Bjarnasonar var pólitískt skipuð í stjórn Kaupþings Banka og Ásgeir Jónsson, sonur Jóns er einn af forstöðumönnunum.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.4.2010 kl. 14:22

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Þarf ekki líka raunverulega að upplýsa fyrirgreiðslu Jóns og fyrirtækja "hans" við Samfylkinguna - bæði frítt húsnæði og önnur fríðidi og framlög.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 10.4.2010 kl. 14:28

4 Smámynd: Rafn Gíslason

Á að taka þessi skrif þín alvarlega Páll ?

Rafn Gíslason, 10.4.2010 kl. 17:17

5 identicon

Er ekki JÁJ að kippa í mútuspottana sína?

HF (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 17:18

6 identicon

Á hann ekki eftir eitthvað af órekjanlegu 300 millunum? 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 21:21

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Gaman að sjá viðbrögð kommatittanna. Ég fyrir mína parta hef ekki áhuga á viðbrögðum Steingríms J. við einu nér neinu. Ég hef bara áhuga á að þessi maður fari frá og hætti að eyðileggja samfélagið með samkommum sínum.

Halldór Jónsson, 10.4.2010 kl. 23:25

8 Smámynd: Elle_

Og ég tek undir það síðasta frá Halldóri um Steingrím.  Hverjum er ekki sama hvað þeim óhæfa manni, sem hefur svikið öll fyrri orð, finnst?

Elle_, 12.4.2010 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband