Jóhanna fattar ekki ESB

Jóhanna Sig. heldur að þjóðir semji sig inn í Evrópusambandið. Svo er ekki. Ríki ganga inn í Evrópusambandið og aðlaga sig regluverk þess í aðdraganda inngöngu. Hjá ESB heitir þetta ,,accession process" eða aðlögunarferli.

Hvort sem valkvætt þekkingarleysi eða upprunalegt þjakar Jóhönnu er hún úti að aka þegar hún segir að niðurstöður samningaviðræðna séu forsenda fyrir upplýstri ákvörðun þjóðarinnar gagnvart aðild.

Samfylkingin stendur ein í Evrópuleiðangrinum. Skaðinn sem Ísland verður fyrir vegna aðildarþráhyggju Samfylkingarinnar vex með hverjum deginum.


mbl.is „Ingibjörg Sólrún of svartsýn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Páll Vilhálmsson !

Það ert þú sem fattar ekki ESB , í dag !

Ef til vill kemur að því að Páll Vilhjálmsson verður harðasti sturðningsmaður ESB aðildar, það verður vegna þess að það kemur við hans vinnu !

JR (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 23:05

2 Smámynd: Jens Guð

  Hún er l-ESB-ía.

Jens Guð, 10.4.2010 kl. 00:09

3 identicon

Eitt gæti þó  EU gert fyrir Ísland, sem enginn virðist geta, né hafa áhuga á. Að breyta Íslandi úr því að vera stjórnlaust batterí þjófa, með bankarugl, sem hvergi finnst á byggðu bóli í heiminum.

Robert (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 03:01

4 identicon

Góð grein hjá þér Páll. Jóhanna fattar ekki ESB !

Til að svara "Robert" aðeins.

Þá er það alrangt að EU geti eitthvað hjálpað okkur til að taka á spillingu eða bankarugli. 

Því sjálft er EU apparatið og innviðir þess grassandi af spillingu og mútum upp úr og niður úr.

EU aðild tryggir ekkert af þessu sem þú nefnir. Þvert á móti gefur EU aðild embættisaðli og stjórnmálaelítu viðkomandi aðildarlanda ný og fjölbreyttari tækifæri á að maka krókinn á alls kyns leyfisveitingum og í skjóli aukins skriferæðis fjölgar matarholunum. Þetta hefur sýnt sig mjög víða í nýju ESB ríkjunum.

Við verðum að taka sjálf til hjá okkur og almenningur og fjölmiðlar spila þar stórt hlutverk.

Sjálfur bý ég nú í ESB ríkinu Spáni og hér er gríðarleg spilling í embættiskerfinu og viðskiptalífinu og hjá stjórnmálaelítunni líka.

Fyrir utan íslensku bankaglæponana þá blikna íslenskir embættismenn og stjórnmálafólk líka og líta út nánast eins og kórdrengir við hliðina á þessum spænsku mafíósum sem einskis svífast í spillingunni og mútunum og ESB aðildin hefur bara gert þeim kleift að gera kerfið flóknara og fjölga matarholunum.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 10:05

5 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Róbert, horfðu aðeins lengra. Kynntu þér t.d. þá botnlausu spillingu sem þrífst innan stjórnkerfis Evrópusambandsins og ríkja þess t.d. varðandi styrkjakerfi sambandsins og teygir sig til æðstu ráðamanna þess. Þar sem stjarnfræðilegum upphæðum er hreinlega stolið fyrir framan nefið á Evrópusambandinu, hefur verið gert um árabil og sambandið hefur ekkert viljað gera í annað en að sópa því undir teppið.

Hjörtur J. Guðmundsson, 10.4.2010 kl. 19:00

6 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Við Íslendingar höfum tilhneigingu til þess að telja annað hvort allt bezt hér á landi eða allt verst.

Hjörtur J. Guðmundsson, 10.4.2010 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband