Föstudagur, 9. apríl 2010
Vilhjálmur Bjarna snuprar Pálma í Fons
Vilhjálmur Bjarnason talsmaður fjárfesta og liðsmaður í Útvarsliði Garðbæinga í spurningakeppni í Sjónvarpinu neitaði að taka við sigurverðlaununum sem voru ferðaávísun frá Iceland Express.
Pálmi í Fons er aðaleigandi Iceland Express en hann og Jón Ásgeir Baugsstjóri eru í aðalhlutverki innherjaæfinga í Glitnisbanka sem fjallað hefur verið um síðustu daga.
Vilhjálmur Bjarnason sýndi fordæmi þegar hann neitaði að taka við verðlaunum frá Iceland Express.
Athugasemdir
Vilhjálmur er heilsteyptur og samkvæmur sjálfum sér. Hann hefur lýst samskonar viðhorfi sínu til NOVA, símafélagsins hans Björgólfs Thor
Þurfum fleiri svona í Háskólasamfélagið
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 9.4.2010 kl. 22:09
Bravó fyrir Vilhjálmi. Hann er meiri maður en forsetanefnan okkar sem flaug í einkaþotu Pálma.
Halldór Jónsson, 10.4.2010 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.