Guðmóðir ESB-umsóknarinnar vill hætta við

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra segir í viðtali við þýskan blaðamann að umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu sé tímasóun. Ingibjörg Sólrún, miklu frekar en Jóhanna Sigurðardóttir, lagði grunninn að Evrópuáherslum Samfylkingarinnar.

Þegar Ingibjörg Sólrún lýsir yfir uppgjöf aðildarsinna er málatilbúnaðurinn dauður. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra veit það ósköp vel og því neitaði hann Sjónvarpinu um viðtal í dag þegar leitað var eftir viðbrögðum hans. Össur neitar nær aldrei fjölmiðlaviðtali.

Þýski blaðamaðurinn sem tók viðtalið við Ingibjörgu Sólrúnu hefur orðið var við verulegan áhuga á efni þess og snaraði yfir á ensku helstu efnisþáttunum sem lúta að ESB-umsókninni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fresta, kallinn, ekki hætta við. Þetta er taktískt mat en ekki strategískt! Hitt er svo annað mál að ég held ISG lesi skakkt í stöðuna. Þegar viðræðurnar verða búnar - en þær verða langdregnari en bjartsýnismenn búast við vegna þess hversu spillt og innmúruð stjórnsýslan er hér á landi (t.d. í landbúnaðinum) - þá verða Íslendingar væntanlega í startholunum að samþykkja.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 20:11

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ég dáist að óskhyggju þinni Ómar, get ekki annað :D

Hjörtur J. Guðmundsson, 10.4.2010 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband