Fimmtudagur, 8. apríl 2010
Pólitísk ábyrgð á Jóni Ásgeiri
Fjölmiðlar í gær og dag birta tölvupósta milli Jóns Ágeirs Baugsstjóra og helsta eigenda Glitnisbanka og stjórnenda bankans. Tölvupóstarnir veita innsýn í það hvernig banki er rændur innan frá.
Jón Ásgeir komst upp með að ræna banka innan frá vegna þess að hann hafði sterkt pólitískt bakland í Samfylkingunni. Samfylkingin, með þáverandi formann Össur Skarphéðinsson í fararbroddi, tryggði að fjölmiðlalögin, sem áttu að koma böndum á samþjöppun fjölmiðlavalds undir merkjum Baugs, féllu niður dauð sumarið 2004.
Núverandi þingmenn Samfylkingar, Róbert Marshall og Sigmundur hikk Ernir Rúnarsson, voru á mála hjá Baugi. Björgvin Sigurðsson fyrrum viðskiptaráðherra Samfylkingar var sérstakur vikadrengur Jóns Ásgeirs og var sem slíkur vakinn nóttina sem Seðlabankinn ætlaði að yfirtaka Glitni sem var kominn í þrot eftir að krumlur Jóns Ásgeirs höfðu skrapað botninn.
Samfylkingin ber pólitíska ábyrgð á Jóni Ásgeiri.
Athugasemdir
Þú segir þarna allt sem segja þarf.
Ragnhildur Kolka, 8.4.2010 kl. 14:00
Einnig keypti hann nokkra valda lögfræðinga og héraðsdómara fyrir afganginn
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.4.2010 kl. 15:04
Kannski lærðu ´snillingarnir´ bókina<THE BEST WAY TO ROB A BANK IS TO OWN ONE> , eftir William Kurt Black, utanbókar? Og með stuðningi samspilltra?
Elle_, 8.4.2010 kl. 15:27
Samfylkingin er svo heppin að "eiga" hrunkónginn.
>Og ennþá kemst hann upp með flest um leið og hann heldur uppi rauðlitum fréttaflutningnum fjöðmiðlana sem bankarnir eiga.....
og VG finst fínt að spila með þeim við að jarða almenningin efnahagslega...
VG er eins og kaþólska kirkjan. Voða góð, en misnota saklausa drengi. Eða var það samfylkingin?
´ (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 16:31
Er verið að höndla með þýfi? Spurningunni varpað fram hérna
Axel Jóhann Axelsson, 8.4.2010 kl. 16:46
Orð að sönnu Páll, engin spurning !!!
Sigurður Sigurðsson, 8.4.2010 kl. 17:01
Mjög rétt hjá þér, þar liggur abyrgðin á þessum manni.
En fleiri bera sök.
Einnig ágætt að nefna til sögu þessa þingmenn Samfylkingarinnar. Einnig mætti hafa í huga hvaða þingmenn það voru sem hömuðust mest á löggunni þegar Baugsmálið var rannsakað og sökuðu hana um persónulegar ofsóknir gegn JÁJ.
Þar fóru fremstir menn á borð við Björgvin, Lúðvík Bergsveinsson og Árna Pál Árnason.
Fjölmiðlaarmur Baugs með Róbert Marshall og skáldið frá Akureyri lét svo ekki sitt eftir liggja.
Þarna liggur pólitíska ábyrgðin.
Baugsmálið sér maður nú í allt öðru ljósi en áður.
Það var eina tilraunin sem gerð var til að stoppa þennan glæpalýð.
Fólkið lét heilaþvo sig og trúði áróðri og lygi Samfylkingarinnar og Baugsvélarinnar.
Karl (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 17:09
AFSAKIÐ.
Rifjaðist upp fyrir mér að Lúðvík er víst Bergvinsson.
Hann gleymist hratt.
Og er því vafalaust feginn.
Karl (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 17:10
Og bauð ýmsum valinkunnum borgarfulltrúum í lax (meirihluta D-listans og Framsóknar). Og styrkti Sjálfstæðisflokkinn dyggilega gegnum FL Group, Glitni og fleiri. En einhver saklaus af stjórnmálaelítunni? Hvernig áttu fjölmiðlalögin að koma í veg fyrir bankaránin í Glitni, í Kaupþingi, í Landsbankanum o.s.frv.? Takið nú leppinn frá hægra auganu, gott fólk! Til að forðast misskilning, þá er ég ekki Samfylkingarsinni!
Auðun Gíslason, 8.4.2010 kl. 20:00
Hvernig er hægt að réttlæta tryllta og hatramma baráttu Samfylkingar og Vinstri grænna gegn fjölmiðlalögunum á sínum tíma - bara svo eitt dæmi um yfirgang og spillingu Jóns Ásgeirs sé tekið?
Helgi (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 22:09
Það er ekki hægt, Helgi, það er satt hjá þér.
Elle_, 8.4.2010 kl. 23:01
Mér segir svo hugur að einhver framtíðarspekingur muni komast að eftirfaranda niðurstöðu:
DO fyrirleit Jón Ásgeir og reyndi að gera allt til að koma honum á kné.
JÁJ reyndi öll brögð til að dempa fyrirlitningu DO á sér, án árangurs
DO fyrirleit ISG líklega fyrst fyrir það að hafa náð hreinum meirihluta í borginni á eftir sér. Síðan jókst óvildin eftir að hún skundaði á þing og ætlaði að feta í fótspor DO þar.
Ýmislegt bendir til að ISG hafi kært sig kollótta um fyrirlitningu og óvild DO.
JÁJ hallar sér að ISG og segir farir sínar ekki sléttar út af heift og hatri DO, hann fái engan frið til að græða.
ISG tekur upp hanskann fyrir JÁJ í Borgarnesræðu, við það sturlast allir málsaðilar og nú er það
........ heiftin og hatrið sem ræður ríkjum, skítt með afleiðingar og heildarhagsmuni.
Síðan fer þessi framtíðarspekingur líklega í pælingar um hvað hefði gerst ef allir aðilar hefðu ekki blindast af heift sem skyggði á alla rökhyggju og raunsæi sérstaklega þeirra tveggja DO og ISG, því spekingurinn kemst líklega að þeirri niðurstöðu að JÁJ myndi hafa hagað sér eins "no matter what"
Jenný Stefanía Jensdóttir, 9.4.2010 kl. 00:17
úpps framtíðarspekingur mun að sjálfsögðu ekki gleyma annarri mikilvægri breytu í þessu mengi
ÓRG og DO voru skjalfestir fjandvinir og annar sakaði hinn um skítlegt eðli og hinn sór og sárt við lagði að hann myndi aldrei verða vinur hans aftur.
JÁJ hallaði sér að sjálfsögðu líka að ÓRG, sem var til í að ögra fjandvini sínum með því að gerast sérlegur vinur og klappstýra JÁJ
Jenný Stefanía Jensdóttir, 9.4.2010 kl. 00:29
Í upphafi var engin fyrirlitning. Heldur reglur sem flestir fóru eftir ... en EN er nærst stærsta orð í íslensku.
Sumir töldu sig hafa meira frelsi en aðrir. Þeir áttu peninga. Þeir græddu meiri peninga. Þeir græddu svo mikla peninga að þeir töldu lög og reglur bara fyrir sér.
En þeir áttu nýja vini. Menn sem voru í þörf fyrir vini ef þeir ætluðu að stækka Samfylkinguna.
Hvað ef hinir nýríku fjárglæframenn hefðu ekki það frelsi sem gafst?
Hvað ef fjölmiðlar hefðu fylgst með breyttu Íslandi?
Hvað ef vinstri menn hefðu ekki umpólast í mörgum málum bara vegna hatursins á Davíð Oddssyni?
Hvað ef stjórnmálamenn á vinstri vængum hefðu staðist freistingu fagurgala hins síðhærða ríkismanns?
Hvað ef?
EF er stærsta orðið í íslensku.
Helgi (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 01:20
Ég hef heimildir fyrir djúpstæðri andú DO í garð Jóhannesar í Bónusi allt frá stofnun þeirrar verslunar fyrir tveimur áratugum.
Eftirmálin eru kunnug stef persónulegrar óvildar valdamanna, sem hafa ríkt á Íslandi allt frá því er Hafliði og Þorgils deildu um völd, áhrif og auð til okkar daga.
Ómar Ragnarsson, 9.4.2010 kl. 09:55
það liggur auðvitað í augum uppi af hverju sú andúð stafaði, vegna hótana þeirra feðga við birgja og aðra í sama geira, þar sem þeir hótuðu að drepa allan þeirra bisness ef þeir hlýddu ekki því sem þeir feðgar segðu, þeir réðu öllu....en ábyrgð samspillingarinnar á ræningjanum Jóni Ásgeir er ótvíræð.
Óli (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 10:24
Manni þykir varla maklegt að skrifa ein stjórnmálasamtök fyrir öllu því sem illa hefur gengið, hvort sem í hlut á Samfylking eða Sjálfstæðisflokkur. Það er með ólíkindum, en neðangreint vekur upp spurningar:
"Hvað ef vinstri menn hefðu ekki umpólast í mörgum málum bara vegna hatursins á Davíð Oddssyni?"
Þetta er hugsun sem leitað hefur á huga minn í gegnum allt umrótið frá því í október 2008. Þetta er á sleggjudómastiginu við fyrstu sýn, en hefur verið síendurtekið stef í málflutningi sumra vinstri stjórnmálamanna.
Við munum eftir því að athugasemdir Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra voru afgreiddar með því að honum hætti til við að "dramatísera hlutina". Þær meiningar komu fram hjá Ingibjörgu Sólrúnu og Guðmundi Ólafssyni hagfræðingi.
Ung Samfylkingarkona reiddist forsetanum mjög er hann hafnaði frumvarpi ríkisstjórnarinnar um Icesave og sagði eitthvað á þá leið að þetta væri alveg á skjön við væntingar frá manni sem var kosinn forseti til að skaprauna Davíð Oddssyni.
Svo er að sjá að menn séu tilbúnir til að hlaupa fyrir björg eins og læmingjar ef með því má koma höggi á Davíð Oddsson.
(Ég á eftir að ýta úr huga mér þeim þanka hvort Lárus Welding leitaði ekki til Seðlabankans yfirkominn af hneykslun og harmi yfir sjálftöku hluthafanna. Ólyginn prestur stakk því að mér)
Flosi Kristjánsson, 9.4.2010 kl. 11:25
Þeir sem hallir eru undir það sjónarmið að heift Davíð Oddssonar gagnvart tilgreindum einstaklingum hafi komið í veg fyrir að þeir nytu sannmælis og gætu stundað sína vinnu gleyma einu atriði. Þorri meintra fórnarlamba Davíðs komst í álnir á meðan Davíð var forsætisráðherra.
Páll Vilhjálmsson, 9.4.2010 kl. 17:25
Heift margra manna á örlagatímum í íslensku þjóðfélagi, er líklega andlag margra ákvarðana, sem sagan mun dæma glórulausar og óskynsamar.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 9.4.2010 kl. 17:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.