Miðvikudagur, 7. apríl 2010
Innviðir græðginnar
Tölvupóstar Jóns Ásgeirs til starfsmanna Glitnis kristalla útrásarsöguna. Litli einstæðingurinn af Nesinu með mikilmennskubrjálæðið hótar að gerast starfandi stjórnarformaður bankans ef undirmenn forstjórans fara ekki að kröfum Jóns Ásgeirs.
Í stefnunni eru birtir tölvupóstar frá Jóni Ásgeiri til Lárusar bankastjóra. Fyrirsögnin á einum pósti er Þetta eru málin sem ég er að bögga ykkur með, aðallega í tekjuöflun fyrir bankann set þetta skýrt upp the bonus way svo við getum með einföldum hætti klárað málin".
Í skeytinu segir: Þetta eru málin nenni ekki að bögga ykkur á hverjum degi með þessu enda ætlast ég til að CEO þessara félaga vinni sín mál. Ef við komum þessum málum frá þá er borðið mitt hreint. Annars er kanski best að ég verði starfandi stjórnarformaður Glitnisbanka". Þessa síðustu setningu mætti túlka sem vissa hótun.
Þegar saga útrásarinnar verður skrifuð af yfirvegun er spurning hvernig það verður skýrt að drýldinn gaur eins og Jón Ásgeir náði að beygja undir sig fólk sem virðist heilt á geðsmunum. Líkleg skýring er að Jón Ásgeir sé sýkópatískur lygari. Hversdagslegt fólk gerir ráð fyrir að meðborgarar sínir hafi almennar siðareglur í heiðri um sannsögli og heiðarleika. Týpur eins og Jón Ásgeir þrífast vegna þess að það er til heiðarlegt fólk.
Í þessu ljósi er fyrirgreiðsla sem endurreistir bankar veita Jóni Ásgeiri tilræði við þjóðina. Hvorki meira né minna.
Athugasemdir
Myndi Mafíuforingi á Ítalíu vera svona opinskár í tölvupóstum í samskiptum við hundana sína? Hvað skyldi hafa farið á milli Jóns Ásgeirs og þrælanna í samskiptum undir 4 augum? 300 miljónirnar órekjanlegu td?
Ef hann hótar svona og vísar í einhverja skítavinnubrögð undir "The BonusWay...!!! " í póstum og "Annars er kannski best að ég verði starfandi stjórnarformaður Glitnis...!!!", hvað gerist á leynifundum í Öskjuhlíðinni, snekkjunum, skíðaskálunum, einkaþyrlunni, einkaþotunni eða lúxúshúsnæðum í New York, London og Guð má vita hvar um allan heim?
Tær öskrandi snilld...!!!!
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 21:43
Bitruhótelið tekur við bókunum núna Jón Ásgeir ætti að vera vanur ódýrum innréttingum
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 7.4.2010 kl. 21:50
Í gömlu og nýju ljósi, væri það ósvífni gegn landsmönnum ef nokkur banki í landinu lánaði honum 1 ryðgaðan eyri.
Elle_, 7.4.2010 kl. 23:57
Af hverju lánaði Ásmundur Stefánsson honum fé úr Landsbankanum stuttu eftir hrun? Ásmundur er fyrrverandi forseti ASÍ.
Rósa (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 05:56
Sýkópatía gæti vissulega verið ein skýring á persónugalla aðalahöfundar hrunsins.
Slíkir menn eru mjög sannfærandi.
Vegna þess að þeir trúa eigin lygi.
Það gæti átt við í þessu tilfelli.
Hitt er ekki heldur útilokað að hann hafi beinlínis keypt fólk í glæpastarfsemi sinni.
Þess vegna Þyrfti að skoða sérstaklega fjárhagsleg tengsl stjórnmálamanna og glæpalýðsins.
Mér sýnist að skipulega hafi verið unnið gegn þess háttar rannsókn.
Líklega er skýringin einkum tvíþætt. Sýkópatísk lygaárátta og mútur.
karl (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 08:43
Ekki ólíklegt að það hafi verið eins og Karl lýsti að ofan.
Elle_, 8.4.2010 kl. 09:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.