Miðvikudagur, 7. apríl 2010
Saksótt fyrir útrásarglæpi
Hvítflibbaglæpir útrásarauðmanna bitnuðu á saklausu fólki sem ýmist tapaði beint á ruglkeyrslunni í gegnum lífeyrissjóði sína eða óbeint með því að bankaauðmenn gerðu samsæri gegn krónunni. Eftir hrun var siðleysi útrásarmanna staðfest þegar enginn þeirra gekkst við glæpum sínum.
Á útrásarmönnum er að skilja að þeir hafi verið fórnarlömb lélegs eftirlits og ódýrra lána. Í raun hafi þeir aðeins ,,gert það sem allir hinir voru að gera." Baugsmiðlar gera út á þessa spillingarjöfnun siðleysingjanna.
Skilanefnd Glitnis gefur tóninn með skaðabótarmáli gagnvart auðmönnum og meðhlaupurum í Glitni. Aðrar skilanefndir hljóta að koma í kjölfarið.
Skaðabótamál gegn Glitnis-mönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vonandi rotna þeir í helvíti allir sem einn
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 7.4.2010 kl. 19:49
Það stefnir allt í að það verði stofnuð sérstök Íslendinganýlenda í neðri.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 20:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.