Þriðjudagur, 6. apríl 2010
Áhlaup á gríska banka
Auðugir Grikkir taka fé úr þarlendum bönkum og ýmist fara með peningana í útibú alþjóðlegra banka í Grikklandi eða koma þeim fyrir erlendis. Evrunni er ekki óhætt í grískum bönkum þrátt fyrir að vera gjaldmiðill sextán Evrópusambandsríkja.
Samkvæmt frétt Telegraph mun útflæði peninga gera endurreisn grísks efnahagslífs erfiðari.
Skaðinn sem vantraust á grískum bönkum mun valda bæði til skemmri tíma og lengri er ómældur. Spár um gjaldþrot Grikklands fá æ meiri trúverðugleika.
Athugasemdir
Hvað segirðu "áhlaup á Gríska Evru banka" og Grikkland í ESB og með Evru líka. Grikkland á leiðinni í þjóðargjaldþrot líka.
AGS á að koma til hjálpar.
En takið eftir að ESB ætlar að halda sig algerlega til hlés og sjá hvernig AGS tekst til með að slökkva eldanna sem eru að brenna gríska hagkerfið til grunna.
ESB apparatið ætlar að bíða og sjá og alls ekki senda sitt slökkvilið á vetvang nema kannski þegar fréttir berast af því að allt sé brunnið til grunna og engu lengur hægt að bjarga.
Aumingja Grikkir að hafa verið vélaðir inní þetta yfirgangs bandalag.
Eigin hagsmunir þjóðverja og frakka ráða öllu innan þessa yfirríkjabandalags.
Þeir verja einungis sína sérhagsmuni og beita ESB apparatinu óhikað til þeirra óhæfu-verka, þó svo það þurfi að traðka á hinum minni hvort sem þeir eru innan eða utan þessa sérhagsmuna bandalags þeirra.
Öll áköfustu "rök" ESB innlimunarsinna um "öryggið" af ESB innlimuninni sjálfri, eru fokinn út í veður og vind og líka af hinu pottþétta öryggi sem ætti að vera með EVRU, þau rök eru líka fokinn og þar stendur heldur ekki steinn yfir steini.
ESB- trúboðið á Íslandi, sem hefur haft mjög einbeittan brotavilja til þess að fórna fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar á altari ESB rétttrúnaðarins, hefur nú orðið bert að að mestu og grófustu lygum og blekkingum gjörvallrar Íslandssögunnar !
Er nema von að þeim svelgist á að þurfa að éta alla lygina og þvættinginn ofan í sig.
Ekki heldur að furða að þeir séu sem betur fer orðnir lítill og einangraður sértrúarsöfnuður sem hefur nánast engan hljómgrunn meðal þjóðarinnar lengur.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 6.4.2010 kl. 10:57
þessi færsla snýst um að peningum er ekki óhætt í Grískum bönkum - þar skiptir engu máli hver gjaldmiðillinn er og þess vegna eru þeir sem eiga dollara í grískum bönkum að forða þeim í burtu líka.
Athyglisvert að sumir halda að gjaldþrot Grikklands sé ESB að kenna. Þessir sömu og halda að íslenska krónan hafi þjónað þjóðinni vel.
Grískar ríkisstjórnin sóttist eftir aðild að ESB og efnahagur landsins hefur notið góðs af aðildinni hingað til. Í ljós hefur komið að grísk stjórnvöld fölsuðu upplýsingar um efnahag landsins til að fá aðild að myntbandalaginu og eftir að þeir voru orðnir aðilar. Hvað er hægt að segja við þvi? Stjórnvöld í Grikklandi spiluðu fjárhættuspil með efnahag þjóðarinnar og alþýðan í landinu borgar brúsan. Kunnuglegt allt saman.
Thrainn Kristinsson (IP-tala skráð) 6.4.2010 kl. 11:31
Þegar evruríki eins og Írar, Spánverjar og fleiri þurftu hærri vexti til þess að slá á þensluna hjá sér var slíkt ekki í boði þar sem Frakkland og þó einkum Þýzkaland þurftu lága vexti til þess að koma efnahagslífinu þar í gang eftir áralanga stöðnun. Þeir stýrivextir sem Seðlabanki Evrópusambandsins bauð upp á hentaði þeim engan veginn og var olía á eldinn og gerði fallið miklu hærra en það hefði þurft að vera. Í tilfelli Grikkja og annarra gerði evran og lágir vextir Seðlabanka Evrópusambandið þeim kleift að drekkja sér í skuldum án þess að nein innistæða væri fyrir því. Bara sem dæmi. Auðvitað er þetta fyrst og fremst lélegri efnahagsstjórn að kenna en það breytir því ekki að veran á evrusvæðinu ýtti undir slíkt og hefur síðan gert ráðamönnum enn erfiðara en ella að ná tökum á ástandinu, ef það þá tekst.
Hjörtur J. Guðmundsson, 6.4.2010 kl. 12:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.