Erfiðara að fórna utanþingsráðherrum

Utanþingsráðherrarnir Ragna og Gylfi mælast hæst á ánægjuvog Gallup. Steingrímur J. gaf það út fyrir nokkrum dögum að Rögnu og Gylfa yrði skipt út á kjörtímabilinu. Eftir þessa niðurstöðu yrðu það pólitísk mistök að fórna vinsælustu ráðherrum ríkisstjórnarinnar til að freista þess að auka ánægju almennings með ríkisstjórnina.

Almenningur telur ekki að Jóhanna Sigurðardóttir geri sig sem forsætisráðherra. Hún hefur ekki meðbyr lengur enda axarsköftin orðin býsna mörg á skömmum verkstjóraferli.

Skilaboðin sem kjósendur senda stjórnarflokkunum eru þau að pólitíkusum er ekki treystandi. Ef fólk gæti valdið myndi það þiggja fleiri utanþingsráðherra.


mbl.is Flestir ánægðir með störf Rögnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta sannar bara að allir ráðherrar eiga að vera utanþings, ráða fólk sem hefur vit á hlutunum frekar en hagsmunapotara.

Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 19:39

2 identicon

Ég er sammála Bjarka. Þetta sýnir að þjóðin getur miklu betur sameinast um ópólitíska ráðherra. Að sjálfsögðu eiga ráðherrar að vera faglegir enda þeirra verkefni að framfylgja því sem löggjafinn setur fyrir.

Helgi (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 20:08

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

íslenxk pólitík snýst ekki um hugmyndafræði, hún snýst um að gefa á garðann

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.4.2010 kl. 20:08

4 identicon

Þetta sýnir ekki annað það að fólk gerir ekki ágreining um ráðherra sem það veit að ber ekki ábyrgð. Ekki rétt að lesa neitt í þetta. Eins hægt að spyrja fólk um hvernig því líkar ráðuneytisstjórarnir.

Marat (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 22:59

5 identicon

Ég held að þetta sé ekki rétt mat hjá þér marat. Samkvæmt þessari könnun er fólk ánægt með störf Rögnu og Gylfa. Þau hafa látið verkin tala í fjölmorgum málum og eru að vinna faglega og fumlaust. Ég er nokkuð viss um að fólk telur þau ekki ábyrgðarlaus í sínum ráðuneytum.

Helgi (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 23:16

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Það  toppar allt hjá Jóhanni Laxdal.

Helga Kristjánsdóttir, 6.4.2010 kl. 01:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband