Mánudagur, 5. apríl 2010
Þýskar áhyggjur af verðbólgu
Þjóðir temja sér viðhorf og vinnubrögð í efnahagsmálum sem draga dám af sjálfsmynd þeirra. Íslendingar hafa í gegnum tíðina ekki haft stórar áhyggjur af verðbólgu. Fyrir daga þjóðarsáttarinnar 1991 var verðbólga rædd í tugum prósenta og hafði verið þannig um langa hríð.
Verðbólga er um 8 prósent hér á landi og með stýrivöxtum í nágrenni verðbólgutölu er ekki hægt að fá vexti á innistæðureikningum banka sem verja sparifé fyrir rýrnun.
Þjóðverjar búa að ólíkri sögu í efnahagsmálum við á Fróni. Verðbólga var undanfari hruni Weimar lýðveldisins á millistríðsárunum sem leiddi til uppgangs nasista og árásarstríðs.
Hér fjallar þýska vikuritið Spiegel um verðbólgu á evrusvæðinu. Alvarlegur tónn er í umfjöllun vikuritsins enda vá fyrir dyrum þegar ársverðbólga mælist 1,5 prósent - já, eitt komma fimm prósent - en áætlanir gerðu ráð fyrir 1,2 prósentum.
Þriðjungur úr prósentustigi verðbólgu eru tíðindi í þýskri efnahagsumræðu. Hér á landi myndu fáir lyfta brúnum þótt verðbólga væri prósentubrotinu meiri eða minni.
Athugasemdir
Það á ekki að vera hægt að spara með vöxtum ef atvinnulíf er rekið með tapi. Þá er einhver að niðurgreiða vextina, venjulega eru það skattgreiðendur. Raunvextir í Þýskalandi eru neikvæðir og það er viljandi gert. Eins í Bretlandi, Frakklandi, Bandaríkjunum og eiginlega alls staðar á byggðu bóli í augnablikinu, - nema auðvitað á Íslandi. Hér eru skattgreiðendur látnir niðurgreiða vexti fyrir fjármagnseigendur, í stað þess að fjármagnseigendur séu látnir leita að ávöxtun í atvinulífinu.
Marat (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 11:02
Hverju orði sannarra Marat. Hér þarf alltaf að redda einhverjum ákveðnum hóp ef eitthvað kemur fyrir.
itg (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 12:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.