Glæpagengi á framfæri bankanna

Græðgisvæðing bankanna á útrásarárunum var taumlaus. Stöð 2 sagði frá því í kvöldfréttum að ,,veðrými" Kaupþings banka sáluga hefði verðið notað til að auka peningaflæði til stjórnenda bankans. RÚV sagði frá tilburðum Jóns Ásgeirs Baugsstjóra, eiginkonu og föður að sölsa til sín eigum sem urðu til á útrásarárunum.

Endurreistir bankar leika lykilhlutverk í atvinnulífinu. Hvorki liggur fyrir hverjir eiga þessa banka né hvert erindi þeirra er.

Ef bankarnir eru í slagtogi við glæpagengi útrásarauðmanna er ástæða til að spyrja hvort venjulegt fólk eigi nokkuð að skipta við þá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Reynum aftur, stofnum nýjann Alþýðubanka.

Helga Kristjánsdóttir, 5.4.2010 kl. 00:59

2 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Að hverju ertu að spyrja?

Ég er löngu búinn að færa mín viðskipti til Sparisjóðs Strandamanna.

Sá banki er annar af tveim sem ekki þarf hjálp frá ríkinu til að lifa af. (Ekki sami og Sparisj. húnaþings og stranda sem er vægast sagt gjaldþrota eins og næstum allir bankar landsins).

Baldvin Björgvinsson, 5.4.2010 kl. 09:45

3 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Eru Sparisjóðirnir málið..eða hvað??

Ægir Óskar Hallgrímsson, 5.4.2010 kl. 10:49

4 Smámynd: Hörður Halldórsson

Kópý peistað úr vef RÚV..."Á meðan hamfarir í íslensku efnahagslífi skekja helstu fjármálafyrirtæki landsins, er rekstur Sparisjóðs Suður Þingeyinga í blóma. Góð staða sparisjóðsins veldur því að nú hefur starfsfólk hans vart undan að taka við viðskiptavinum sem flúið hafa úr öðrum fjármálafyrirtækjum með sparifé sitt " okt.2008.Þeir sluppu fyrir horn en það mátti litlu muna.Getur maður verið í viðskiptum við þessa landsbyggðasjóði sem eru uppistandandi hérna frá Reykjavík ?

Hörður Halldórsson, 5.4.2010 kl. 12:29

5 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Já Hörður. Ég hef um árabil búið í Kópavogi og skipt við Sparisjóð Norðfjarðar. Þar hef ég fengið frábæra þjónustu.

Hreinn Sigurðsson, 5.4.2010 kl. 15:44

6 identicon

Ég held að þið Sjálfstæðismenn ættuð bara ekki að segja eitt einasta orð, það voru þið sem urðuð vitlausir þegar vinstri stjórnin ætlaði að setja á fót eignaumsýslufélag, m.a. til að fyrirbyggja að bankarnir sjálfir og skilanefndirnar væru að véla með eignir þjóðarinnar. Það væri þá bara við pólitíkusana sjálfa að sakast en ekki við fólk sem nánast engin veit hver er.

Valsól (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband