Valdabarátta í Sjálfstæðisflokknum

Hrunverjadeild Sjálfstæðisflokksins er kominn í baráttuham vegna fyrirsjáanlegra prófkjara í haust eða vetur þar sem ríkisstjórn Jóhönnu Sig. er komin að fótum fram og situr ekki lengi enn. Hrunverjar Sjálfstæðisflokksins eru komnir í bandalag með Jóni Ásgeiri Baugsstjóra sem gerði Ólaf Þ. Stephensen nýverið að ritstjóra Fréttablaðsins.

Fyrir á fleti útgáfu Baugsfeðga er forstjóri 365-miðla, Ari Edwald,  sem gekk Jóni Ásgeiri á hönd á velmektarárum Baugs. Sveinn Andri Sveinsson lögmaður er í hóp með þeim félögum. AMX vefurinn tekur samkrull hrunverjanna saman með þessu orðum

Sveinn Andri er góður vinur Ólafs Stephensen ritstjóra, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns, Ara Edwald, framkvæmdastjóra 365-miðla, og Þórs Sigfússonar, fyrrverandi forstjóra Sjóvá. Hafa þeir í mörg ár haft þann sið að hittast í hádeginu tvisvar eða þrisvar í mánuði (nú hin síðustu ár auðvitað í veitingasal Hótel 101) til skrafs og ráðagerða, og einnig hafa þeir fylgst að í prófkjörum og alls konar valdabaráttu.

Hópurinn taldi að sér vegið þegar Agnes Bragadóttir blaðamaður á Morgunblaðinu rifjaði upp lygar Þórs Sigfússon forstjóra Sjóvá. Sveinn Andri var gerður út af örkinn til að spillingarjafna Agnesi.

Í dag herðir Sveinn Andri róðurinn og krefst þess að Morgunblaðið reki Agnesi. Hrunverjadeild Sjálfstæðisflokksins ætlar að gera sig gildandi með því að kaffæra einn þekktasta blaðamann Morgunblaðsins. Aukabónus er að Fréttablaðið græðir á veikara Morgunblaði.

Nái hrunverjar undirtökunum í Sjálfstæðisflokknum mun tvennt gerast. Í fyrsta lagi verður umræðu um hrunið drepið á dreif og spillingarjöfnun notuð til að kæfa gagnrýni. Í öðru lagi mun Sjálfstæðisflokkurinn taka upp harða Evrópustefnu og knýja á um að Ísland verði aðildarríki ESB.

Sveinn Andri, Þór Sigfússon, Ólafur Stephensen auk Jóns Ásgeirs hafa allir gefið sig upp sem aðildarsinnar. Það er líka skiljanlegt í ljósi þess að Brussel er umburðarlynd gagnvart spillingu.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Ekki er nú hópurinn glæsilegur.

Ragnar Gunnlaugsson, 4.4.2010 kl. 14:24

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hópurinn er fatal eins og allar hinar 30 hagsmunaklíkurnar. Segðu mér hver vinur þinn er og ég skal segja þér hver þú ert

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 4.4.2010 kl. 15:10

3 identicon

Þetta ógæfulega lið sem þú nefnir "hrunverja flokksins", sem greinilega hefur mikinn og einbeittan brotavilja til þess að koma landi okkar og þjóð undir krumlu ESB valdsins, kemst vonandi aldrei til neinna alvöru valda í Sjálfstæðisflokknum.

Ég held að þeir sem enn ætla að halda sig við að kjósa og styðja Sjálfstæðisflokkinn, vilji að flokkurinn þeirra verði ærlegur flokkur hægri- og miðjufólks sem vilji fyrir alla muni verja sjálfstæði þjóðarinnar. Venjulegir kjósendur flokksins hafa fengið nóg af því að láta bófagengi og misjafna kauapahéðna kaupa upp flokkinn og skoðanir og stefnu hans.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 4.4.2010 kl. 16:27

4 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Þessi Agnesar-rimma er að mörgu leyti athyglisverð.

Burt séð frá hrunverjamenginu innan hins ólánsama flokks, er áhugavert að vita hvert faglit álit blaðamannastéttarinnar er á þessu frímiðamáli Agnesar?

Les ég það rétt Páll blaðamaður, að hér sé fólk frekar í einhverri spillingarjöfnun, fremur enn að fjalla um sjálfa spillinguna.

Er eitthvað til sem er "réttlætanleg spilling"?  Er einhver munur á spillingu eftir því hver tekur þátt?

Jenný Stefanía Jensdóttir, 4.4.2010 kl. 19:28

5 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Vonum bara að flokkurinn klofni ekki, og þó kannski alveg eins gott að svo ólikar áherslur sem hér um ræðir verði í sitthvorum flokknum.

Kristján Hilmarsson, 4.4.2010 kl. 20:38

6 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Þetta fer nú að verða einhver skrautlegasti flokkur heimsins held ég..eru fólk bjánar..ég ætla að sitja heima í vor eða kjósa Jón Gnarr!!

Ægir Óskar Hallgrímsson, 4.4.2010 kl. 20:56

7 Smámynd: Haraldur Baldursson

Svarið fyrir sjálfstæðismenn er ekki lengur að finna í xD. xF hefur svörin, nema menn séu blindaðir af kvótagreifunum.

Haraldur Baldursson, 4.4.2010 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband