Laugardagur, 3. apríl 2010
Grikkir í greiðsluþrot eða yfirstjórn ESB
Grikkir eiga með skuldavanda sínum eiginlega aðeins tvo kosti. Í fyrsta lagi að lýsa yfir greiðsluþroti og fá með atbeina Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samninga við lánadrottna. Í öðru lagi að evrusvæðið með sínum sextán ríkum myndi kjarnasamstarf í Evrópu undir þýsku forræði.
Mestar líkur eru á að Grikkir fari leið Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og þar með er evrusvæðið dæmt úr leik. Trúverðugleiki samstarfsins er farinn ef ríki sem lendir í vandræðum er látið sigla sinn sjó.
Hér er athyglisverð greining á grísku stöðunni úr smiðju Brósa á Telegraph.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.