Laugardagur, 3. apríl 2010
Einhliða ákvörðun hnekkt
Bretar og Hollendingar komust upp með að setja Íslendingum einhliða skilmála. Auðsveip ríkisstjórn Jóhönnu lét þjóðarhagsmuni lönd og leið. Engar fortölur dugðu á þá ætlun stjórnarinnar að lögfesta ónýta samninga. Steingrímur J. og Jóhanna töldu sig komast upp með að kenna öðrum um Icesave-klúðrið.
Vegna baráttu stjórnarandstöðunnar, hópa eins og InDefence og að lokum synjun forseta á staðfestingu laganna tókst að brjóta á bak aftur aðför að fjárhagslegu forræði þjóðarinnar.
Það er ekki vegna ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttir heldur þrátt fyrir hana sem við sjáum fram á til muna hagfelldari niðurstöðu í Icesave-málinu.
Falla frá einhliða skilmálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.