Leyft og bannað

Bann við að ungt fólk noti ljósabekki og bann við nektarsýningum eru tekin sem dæmi um forræðishyggju stjórnvalda. Bönn af þessu toga hljóta ávallt að vega og meta einstaklingsfrelsi annars vegar og almannahag hins vegar.

Rökin fyrir banni á ljósabekkjanotkun barna og unglinga er að þau viti ekki hvað sé þeim sjálfum fyrir bestu og foreldrunum sé ekki treystandi að hafa taumhald á afkvæmum sínum.

Nektarsýningar eru saklausi endinn á klámiðnaði. Velsæmi og forvörn gegn kynjamisrétti eru sjónarmið  sem réttlæta bannið.

Lög sem banna og hitt og þetta verða á dagskrá opinberrar umræðu næstu missera. Ástæðan er sú að efnahagsfrelsið sem samfélagið veitti þegnum sínum var svo herfilega misnotað að einstaklingsfrelsið er komið í vörn.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

En sniðugt! Taktu afstöðu, með eða á móti. Þessi færsla er bara innantómt þvaður! Getur þú ekki betur?

Björn Birgisson, 1.4.2010 kl. 19:23

2 identicon

Mér finst þetta nú reyndar góð hugleiðing hjá bloggaranum, Björn B.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 1.4.2010 kl. 20:11

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég tek afstöðu eftir efninnu Björn.  Ég myndi banna árekstra og slys.  Það ætti að banna sundlaugar því fók hefur drukknað í þeim.

Hrólfur Þ Hraundal, 1.4.2010 kl. 20:36

4 identicon

Hvoru tveggja eru fáránleg bönn og þjóna engum tilgangi og koma ekki í veg fyrir það sem þeim er ætlað.

Rökin fyrir að banna ljósbekki undir 16 eða 18 má þá einnig heimfæra á að banna börnum að vera í bíl á þeim sama aldri, þau hafa bæði slasast og beðið bana við þær aðstæður þó í fylgd með fullorðnum væru , þá má einnig banna að þau fari í sund því það kemur fyrir að einhver skaðast við það sem og dáið, það má einnig banna íþróttir því það hefur jú gerst að börn verði fyrir varanlegum skaða vegna þeirra og jafnvel látist  í kjölfarið, og svo má örugglega lengi telja.

Ef við sættum okkur við eitt hvar kemur þetta til með að enda??  Pakka okkur í bómull og segja okkur að hætta hugsa sjálfstætt því það fer ekki að verða vel liðið með þessu áframhaldi. Hvar ætla menn að draga mörkin??

(IP-tala skráð) 1.4.2010 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband