101 gegn landsbyggðinni

Fyrningarleið ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi er óðum að snúast upp í baráttu landsbyggðarinnar gegn Reykjavíkurkvos sem kennd er við póstnúmerið 101. Sjávarútvegur er landsbyggðinni hlutfallslega mikilvægari þótt æ stærri hlutur kvótans hafi verið fluttir í útgerðir fyrir sunnan á liðnum árum.

Fyrningin rennur í ríkiskassann og þangað greiða menn afgjaldið fyrir kvótann, gangi hugmyndir ríkisstjórnarinnar fram. Reynsla landsbyggðarinnar er að harðdrægt sé að fá fjármuni þaðan.

Ef það væri pólitík í stjórnarflokkunum hefðu þeir lagt fyrningarumræðuna upp þannig að afgjaldið rynni til sveitarfélaga og/eða stjórnsýslustigs sem kæmi á milli sveitarstjórna og landsstjórnarinnar.

En það er engin pólitík í stjórnarflokkunum og þeir eru búnir að tapa þessum slag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

og hverjir hafa verið að flytja æ stærri hluta kvótans í útgerðir fyrir sunnan á liðnum árum páll? reyndu nú aðeins að hugsa áður en þú  skrifar. ef þú hefðir gert það hér værir þú að mæra sjávarútvegsráðherra upp úr skónum.

fridrik (IP-tala skráð) 1.4.2010 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband