Fimmtudagur, 1. apríl 2010
Kyrrstaða til yfirvegunar og atvinnuleysi SA
Samtök atvinnulífsins kaupa auglýsingar í fjölmiðlum til að andmæla kyrrstöðu í atvinnulífinu og sérstaklega bera samtökin fyrir brjósti atvinnulausa. Nýlunda er að samtök atvinnurekenda geri málstað atvinnulausra að sínum. SA mun líklega krefjast hærri atvinnuleysisbóta til þeirra sem misstu vinnuna vegna hrunsins.
Félagsmenn SA bera mesta ábyrgð á hruninu. Á vettvangi SA og Viðskiptaráðs réðu ferðinni útrásarauðmenn. Eftir hrun hefur lítið farið fyrir umræðu hjá þessum aðilum um hvers vegna hlutirnir fór jafn illilega úrskeiðis og raun ber vitni.
Samtökum atvinnurekenda veitir ekki af kyrrstöðu til yfirvegunar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.