Mánudagur, 29. mars 2010
Íslandi úthýst vegna ESB-umsóknar
Norðurslóðaríkin reyna að verjast ágangi Evrópusambandsins enda þykir nóg að finna málamiðlun milli Rússa, Bandaríkjanna, Kanada, Noregs og Grænlands. Eftir misráðna umsókn Samfylkingar um aðild að Evrópusambandinu var ákveðið að Íslandi yrði ekki boðið að eiga fulltrúa á þessari ráðstefnu.
Í sögulegu og landfræðilegu samhengi eigum við heima í norðurslóðasamstarfi. Íslensk utanríkisstefna getur haft eitthvað að segja í slíku samhengi.
Yrðum við aðilar að Evrópusambandinu værum við búin að gefa frá okkur sjálfstæða rödd í utanríkismálum.
Yfirgaf norðurhjararáðstefnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ertu með einhverjar heimildir fyrir þessu?
Grænland er ekki með sæti í ráðinu heldur Danmörk ,f. hönd þeirra, sem er vissulega ESB land. Clinton vill fá Svíþjóð og Finnland í ráðið sem eru vissulega ESB ríki.
Btw. þá eru Bandaríkin eru mjög hrifin af Evrópusambandinu og vilja eflaust að Ísland gangi í það. Þau sjá sameinaða Evrópu sem betri samstarfsaðila en hinn kosturinn. Af
Egill (IP-tala skráð) 29.3.2010 kl. 21:52
Egill, ef ESB, Baugur eða Samfylkingin er annars vegar þarf Páll ekki heimildir. Einhverjum þessara er þá alltaf að kenna af náttúrulegum ástæðum.
Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 29.3.2010 kl. 22:05
Furðulegur (og þó !) algjörlega órökstuddur málflutningur hjá PV. Hatur hans á Samfylkingunni og ESB er takmarkalaust og ber að skoða skrif hans í því ljósi.
Eiður Svanberg Guðnason (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 08:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.