Evrópukratismi og frjálshyggja

Frjálshyggjan er dauð og lifnar ekki við þótt Dagur B. reyni að berja í hana líf. Frjálshyggja, það er að segja í merkingunni markaðsfrjálshyggja sem mælir fyrir að djarfir gaurar eins og Jón Ásgeir, Pálmi í Fons og Björgólfur yngri eigi að vra drifkrafturinn í hagkerfinu.

Fyrr heldur en seinna áttar Sjálfstæðisflokkurinn sig á gömlum gildum um sparsemi, ráðdeild og ábyrgð og snýr baki við frjálshyggjunni sem leiddi land og þjóð fram af bjargbrúninni.

Þegar Sjálfstæðisflokkurinn snýr baki við frjálshyggjunni mun það koma verst við Samfylkinguna sem er  afrita-líma-flokkur. Í ljósriti samfylkingarfólks af frjálshyggju sjálfstæðismanna segir að Jón Ásgeir og Baugsmiðlar eigi að vera sverð og skjöldur Evrópukratanna íslensku.                                             


mbl.is „Mörg hundruð störf í húfi"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Páll Vilhjálmsson.

Veit ekkert um hvað það er kallað í ,,háskólum" þegar menn reyna gera einhverjum upp það sem þú ert að gera hér !

En, þú kannt að nota þér þá aðstöðu sem ,,þér er búin"  !

JR (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 00:19

2 identicon

USA frjálshyggjan sveif yfir til Kína, með þeim afleiðingum að USA verkafólk getur ekki lengur borgað íbúðahús sín eða bíla,hvað þá sjúkratryggingar. Íslenska frjálshyggjan fór til helvítis, en skildi skuldirnar eftir, handa ættarlaukum monkeybissnessættanna, sem nú eru að mixa dæmið yfir á saklausan þúfubanann.

Robert (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 04:02

3 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

 Sæll Páll

Er þér fúlasta alvara?  Telur þú ekki að fyrr muni frjósa í virkum gosstöðvum og hverasvæðum Íslands en að þessi fullyrðing muni flokkast "sönn"?

"Fyrr heldur en seinna áttar Sjálfstæðisflokkurinn sig á gömlum gildum um sparsemi, ráðdeild og ábyrgð og snýr baki við frjálshyggjunni sem leiddi land og þjóð fram af bjargbrúninni. "

Jenný Stefanía Jensdóttir, 28.3.2010 kl. 06:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband