Laugardagur, 27. mars 2010
ESB bannar ríkisábyrgð á sparifé umfram lágmark
Evrópusambandið hefur bannað ríkisábyrgð á sparifjárreikninga umfram lágmark. Tilskipun ESB mun einnig gilda á Evrópska efnahagssvæðinu, sem Ísland á aðild að. Samkvæmt norskum fjölmiðlum mun tilskipunin valda því að ríkisábyrgð á norskum bankareikningum lækkar um helming.
Lágmarksábyrgð á sparifjárreikningum samkvæmt ESB er í dag rúmar 20 þús. evrur (meint Icesave-ábyrgð) en mun hækka í 100 þús. evrur. Í dag er ríkjum frjálst að ákveða umframábyrgð á sparifé og hafa flestar þjóðir nýtt sér það að einhverju marki.
Tilraunir til að fá undaþágur frá tilskipun ESB hafa ekki borið árangur. Yfirlýst markmið tilskipunarinnar er að jafna samkeppnisstöðu banka.
Athugasemdir
Hér hlítur að vera prentvilla. á þetta ekki að vera 10 þúsund evrur.
Lágmarksábyrgð á sparifjárreikningum samkvæmt ESB er í dag rúmar 20 þús. evrur (meint Icesave-ábyrgð) en mun hækka í 100 þús. evrur.
Vilhjálmur Árnason, 27.3.2010 kl. 13:13
Ábyrgðin verður miðuð við 100 þús. evrur á öllu EES svæðinu og er þá ekki lengur talað um "lágmarks"ábyrgð. Eftir sem áður má þó leyfa umframábyrgð á sérstökum reikningum (td. lífeyrissparnaði).
Það er hins vegar ekki tekið á loforðum (án lagastuðnings) um fulla ríkisábyrgð á sparireikningum sem Haardestjórnin gaf 6. oktbóber og núver. ríkisstjórn fannst ástæða til að endurtaka fyrr í haust. Slík loforð skipta þó líklega engu máli ef reynt verður á þau fremur en loforð íslenskra ríkisstjórna um stuðning við innstæðutryggingasjóðinn vegna Icesavereikninganna. Þau reyndust haldlaus þegar á reyndi eins og allir vita.
Með þessari tilskipun, eftir að hún verður lögtekin, verður hins vegar bundið í lög á Íslandi að innstæðutryggingarsjóður skuli tryggja innstæður sem samanlegt nema allt að 17-18 millj. kr. fyrir hvern sparifjáreiganda, og greiða skuli út innan 10 virkra daga frá falli banka. Það ætti að vera keppikefli fyrir okkur Pál að í þetta skipti verði gengið þannig frá málum að sjóðurinn ráði við þó ekki væri nema eitt bankagjaldþrot.
Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 13:35
Meint loforð embættismann Samfylkingar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og VG og standast ekki stjórnarskrá. Ennþá hafa engir samningar verið gerðir og þar til verða engir hlutir sem tengjast samningngagerðinni teknir upp eða efndir að afar eðlilegri ástæðu. Ríkisábyrgð er brot á EEB lögum um bankastarfsemi, og eru ráðherrar ekki frekar en aðrar embættismannablækur eru rétthærri lögum. - Ennþá.
Sigurður Línadal lagaprófessor tók það fyrir í grein þar sem hann rassskellti fyrrum ráðherra, og engin lögfróður að einhverju gagni hefur hrakið eða yfirleitt gert tilraun til að hrekja:
Það væri afar gagnlegt í Icesave umræðunni að menn héldu staðreyndum til haga og "SMÁATRIÐUM" eins og stjórnarskrá og lögum, og létu af spunaruglinu.
Staksteinar Morgunblaðsins segja allt sem þarf um óábirga og hugsanlega löglausa framkomu stjórnvalda og stjórnarþingmanna sem virðast ætla að ganga erinda Breta og Hollendinga í deilunni:
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 15:18
Þegar menn standa ekki við loforð þá skiptir ekki máli hvaða ástæða er gefin, aðeins að loforðið var innantómt.
Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 21:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.