Staða blaðamennskunnar á Íslandi

Flokksblaðamennskan var ríkjandi hér á landi um áratuga skeið. Flokkarnir fjórir gáfu út hver sitt málgagn sem sagði fréttir og birti efni í samræmi við tilgang útgáfunnar. Flokksblöðin fjögur Tíminn, Þjóðviljinn, Alþýðublaðið og Morgunblaðið þjónuðu tilgangi sínum sem var að birta heimsmynd sem kallaðist á við pólitíska sannfæringu lesenda.

Á áttunda áratug síðustu aldar gerðist þrennt sem gerbreytti forsendum útgáfu flokksblaða. Morgunblaðið náði afgerandi forystu sem almennur frétta- og auglýsingamiðill. Þrátt fyrir ýmsar tilraunir tókst hinum blöðunum þrem ekki að finna sér rekstrarhæfar forsendur.

Vonir stóðu til að fagleg blaðamennska leysti af hólmi flokksblaðamennsku. Um tíma í lok aldarinnar virtist það ætla að ganga eftir. Morgunblaðið, DV og Stöð 2/Bylgjan ráku ritstjórnir sem fyrir að vera með sínum annmörkum stóðu undir eðlilegum kröfum um fjölbreytni og faglegan metnað.

Innreið auðmanna í fjölmiðla í byrjun aldar skildi eftir sviðna jörð blaðamennsku á Íslandi.

Listinn yfir umsækjendur um starf fjölmiðlafulltrúa fjármálaráðuneytisins sýnir að blaðamenn eiga í fá hús að venda.  

 


mbl.is 33 sækja um fjölmiðlafulltrúastarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Eitt sinn keyptu nokkrir sjómenn, stýrimenn og vélstjórar, gamlan síðutogara  á uppboði og breyttu honum í fraktskip. Síðan sigldu þeir á honum og skópu störf og höfðu lífsviðurværi af þessu.

Á kalárunum í kring um 1968 vaknaði umræða um að gott væri að hafa graskögglaverksmiðju í Vallhólmi í Skagafirð. Var þá hafin hlutafjársöfnun meðal bænda og tengdra aðila í samvinnu við ríkið. Starfaði verksmiðjan um nokkurt skeið og nú nota bændur aðstöðuna til að þurrka korn.

1957 var félagsheimilið Húnaver í Bólstaðarhlíðarhreppi vígt. Það er meir og minna reist fyrir sjálfsaflafé og sjálfboðavinnu. 

Geta blaðamenn ekki gert eitthvað þessu líkt og verið með dreifibréf?

Þorsteinn H. Gunnarsson, 26.3.2010 kl. 18:27

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Jú, Þorsteinn H., og dreifibréfið heitir blogg.

Páll Vilhjálmsson, 26.3.2010 kl. 18:48

3 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

,,Veit ég að vísu Sveinki", en ég hitti mann í dag sem hvorki hafði séð þitt blogg né mitt.

En ég fékk dreifibréf í dag, frá sóknarprestinum hér í sókninni og ég geri ráð fyrir því að margir lesi það. En það eru engar auglýsingar í því og ég veit ekkert hver borgar.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 26.3.2010 kl. 19:02

4 identicon

Mikið til í þessari greiningu hjá þér Páll.

En svo virðist einnig sem pólitísk markmið álitsgjafa og sérfræðinga sem fjölmiðlar leita til, ráði meira um þeirra sjónarmið í tilteknum málum, en fagleg sjónarmið. Þessi sjónarmið eru oft látin standa óhögguð og ekki gagnrýnd af fjölmiðlamönnum, sem „nota“ þessa sérfræðinga í að koma sínum sjónarmiðum/hagsmunum á framfæri. Hér er fréttamennskan oft á tíðum hvergi nærri nóðu góð. Á hinum „gömlu og góðu tímum“ flokksblaða voru áróðusmarkmið fjölmiðlana ljós a.m.k.

Jonas Egilsson (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 07:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband