Fimmtudagur, 25. mars 2010
Laumumilljarður Jóns Ásgeirs
Jón Ásgeir fyrrum Baugsstjóri lofaði að leggja fram einn milljarð króna í nýtt hlutafé í 365 útgáfuna, sem daglega gengur undir nafninu Baugsmiðlar, til að mæta kröfum Landsbankans. Jón Ásgeir neitar að svara spurningu Viðskiptablaðsins um margboðaðan milljarð.
Jón Ásgeir gengur lengra en flestir til að verja hagsmuni sína. Í slóð Jóns Ásgeirs liggja hótanir, mútur, lygar og Hæstaréttardómur um misferli.
Jón Ásgeir er einn af þeim sem ber höfuðábyrgð á hruninu. Endurreistu bankarnir, Landsbanki og Arion, ætla sér að eiga áfram viðskipti við Jón Ásgeir og taka orð hans góð og gild.
Baugslýðveldið verður til í skjóli endurreistu bankanna.
Athugasemdir
Landsbankinn á leik, hann getur gjaldfellt lánin og bundið enda á þessa blautu tusku sem þjóðinni er nuddað uppúr daglega. Okkar krafa er einföld: Hvorki Jón Ásgeir, Jóhannes faðir hans eða aðrir viðskiptafélagar komi að endurreisn hins Nýja Íslands. Er það til of mikils mælst Mr. Ásmundur ?
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 25.3.2010 kl. 18:50
Eitthvað af miljarðinum fer beint í baukinn hjá Samfylkingunni.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 22:41
Hárrétt. En ekki gleyma því að sá gamli, Bónusbangsinn Jóhannes, var ávallt einhvers staðar með í för með syninum, enda stjórnarformaður víða í þeim fyrirtækjum sem sonurinn fór með um allar trissur. Jóhannes var ekkert minna sekur en strákurinn þó það sé reynt að breiða fjöður yfir það eins og hægt er af þessum Baugsmiðlum að þeir geislaBAUGSfeðgar séu saklausir í flestu því sem hinn vondi Davíð á að hafa klagað um þá í Saksóknara.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 26.3.2010 kl. 12:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.