Bloggað fyrir borgun

Guðmundur Magnússon vakti athygli á því að mest lesni bloggarinn hér á mbl.is, Steingrímur Sævarr Ólafsson, væri kominn í vinnu hjá samkeppnisaðilanum visir.is til að auka hjá þeim umferðina. Þær skoðanir sem ofurbloggarinn hefur núna í frammi taki mið af nýja vinnuveitandanum, 365 miðlum.

Til að bloggið verði ekki byggt á sannfæringu þeirra sem það skrifa, sem er heldur hvunndags og leiðinlegt, er sjálfsagt að gefa því gaum að blogga fyrir borgun.

Heppilegt væri að gera samræmda verðskrá bloggara sem vitanlega tæki mið af lestri. Hagsmunaaðilar gætu þá keypt sér málafylgju bloggara við aðskiljanlegustu málefni.

Rétt væri að merkja þessa þjónustu sérstaklega: Lygari til leigu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Ég sem heillaðist af blog.is vegna slúðursins sem var frá Framsóknar-Denna og Orðinu á götunni. Hvers á maður að gjalda? Ekkert, nema uppgjafa blaðamenn, kastljósfólk, spunameistarar og athyglissjúklingar. Plís meira slúður eða skúbb sem er fínna orð..

Ingi Björn Sigurðsson, 17.1.2007 kl. 17:51

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara ap benda á þessa athugasemd sem er á blogginu hans Guðmundar frá Steingrími.

 

"Sælir

Hér skýturðu aðeins yfir markið. Ég hef líklega jafnoft hrósað Kompási og ég hef gagnrýnt hann. Það sérðu ef þú skoðar skrifin mín. Að sama skapi hef ég ætíð gagnrýnt RÚV frumvarpið og það geturðu séð líka ef þú skoðar skrifin í gegnum tíðina á síðunni minni. 

Hér er ekki tenging á milli þó yfirleitt sé auðvelt að búa til samsæriskenningar með því að handvelja úr atriði sem passa inn í hana en skilja hin eftir sem afsanna hana.

Hafa skal það er sannara reynist, bæði hér á Moggablogginu sem annars staðar. "

Magnús Helgi Björgvinsson, 17.1.2007 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband