Mánudagur, 22. mars 2010
Atvinnulíf á undanþágu þolir ekki verkföll
Ástandið á vinnumarkaði er þannig að endurfjármagnaðir bankar, a.m.k að hluta eru í eigu ríkisins, stjórna beint eða óbeint stórum hluta fyrirtækja. Á meðan þetta ástand varir er nánast ríkisábyrgð á rekstri þessara fyrirtækja. Stjórnendur fyrirtækjanna í þessari stöðu eru veikir fyrir þrýstingi.
Stéttir sem reyna að nýta sér afbrigðilega stöðu atvinnulífsins eru ekki ábyrgar. Ríkisvaldið beitir þess vegna þeim verkfærum sem það hefur til að gæta almannahagsmuna.
Á meðan atvinnulífið er á undanþágu hjá hinu opinbera á ekki að gera nýja kjarasamninga, aðeins að framlengja samninga sem fyrir eru.
Lög á verkfall flugvirkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Banna verkföll,,til að gæta almannahagsmuna. Afnema tjáningarfrelsi,,,til að gæta almannahagsmuna. Fangelsanir án dóms og laga,,,til að gæta almannahagsmuna. Verk framin undir fyrirslættinum "til að gæta almannahagsmuna" eru sjandnast til þess fallin til að gæta almannahagsmuna. Og þegar ríkisvaldið tekur að brjóta grundvallar mannréttindi á einstaklingum og hópum sem ekki geta varist slíku er það ekki til að gæta almannahagsmuna. Mestu óhæfuverk mannkynssögunnar hafa verið framin "til að gæta almannahagsmuna".
Hugsjónirnar fara fyrir lítið þegar völdum vinstri grænna er ógnað.
VINNA OG ÞEGJA, ÞEGJA OG VINNA. Nýtt slagorð vinstri grænna, eða stálu þeir því frá Stalín sem gerði hvað sem var til að gæta almannahagsmuna?
sigkja (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 22:00
Páll, hvenær eru það almannahagsmunir að einhver stétt fari í verkfall? Hvenær fara almannahagsmunir og verkfall saman? Spyr sá sem ekki veit. Þú hlýtur að vita það.
Jón Skúli (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 22:10
Páll, nákvæmlega.
Björn Birgisson, 22.3.2010 kl. 22:22
Þótt svo að hlutabréf fyrirtækja séu að stórum hluta í eigu þriðja aðila er kjarabarátta fagstéttar innan fyrirtækis fyrst og fremst innanhúsmál og einkamál milli fagstéttarinnar og stjórnar fyrirtækisins. Þú lýsir hér fasískum sjónarmiðum þínum ágætlega með þessari færslu. Megi þessi skoðun þín vera greipt kyrfilega í þann stein sem veraldarvefurinn hefur að bjóða. Það má vel taka þetta skrefinu lengra réttlæta dauðadóm með einkunnarorðunum "til að gæta almannahagsmuna".
Kristinn (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 00:00
Sammála Páli, það er ábyrgðarleysi þegar fámenn stétt misnotar verkfallsréttinn. Þetta skilar engu öðru en því að þessi réttur manna veikist.
Menn geta hrópað fasismi eða hvaða önnur orð þeir kjósa, það breytir ekki því að við þær aðstæður sem nú eru, er ekki raunhæft að hækka laun einnar stéttar umfram annarra. Sérstaklega þegar um hálaunastétt er að ræða.
Kröfur þessara manna eru í sjálfu sér ekki ósanngjarnar, það er að segja ef um væri að ræða slíka leiðréttingu fyrir alla launþega. Menn geta ekki verið svo skyni skroppnir að þeir átti sig ekki á því hvað 15% launahækkun til allra myndi þíða.
Gunnar Heiðarsson, 23.3.2010 kl. 01:07
Sæll Páll
Það er erfitt að átta sig á hvert þú ert að fara í þessum skrifum.
Villt þú að verkfallsréttur verði tekinn af fólki sem vinnur hjá fyrirtækjum sem ríkið hefur aðkomu að.Flugvirkjar Atlanta sömdu fyrir skömmu og fengu launahækkun.Nú er búið að setja lög á flugvirkja Flugleiða þannig að þeir fá engar kjarabætur þó svo að bæði hafi verið samið við flugmenn og flugfreyjur félagsins.Flugleiðir eru að sýna ágætis rekstrarafkomu,en alþingi vill ákveða hvort hluti þess fjár fer til launþega eða eiganda fyrirtækissins sem enginn veit hver er.Það væri gaman ef þú gætir
sigmundurf (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 04:37
Sæll Páll
Ég var full langorður í athugasemdinni á undan.
Mig langaði að spyrja þig hvort þú vissir hverjir eigendur Flugleiða eru.Hverjir eiga Írska vogunarsjóðinn sem á Glitni sem er stærsti eigandi Flugleiða.
Sigmundur
sigmundurf (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 04:44
Mig langar að benda ykkur á það kæru bloggarar sem hafið svona sterkar skoðanir og vitið svona margt um "hálaunastéttina" sem kallast flugvirkjar. Flugvirkjafélag Íslands er ekki stéttarfélag innan ASÍ þar sem að þeir treysta ekki þessum heiglum sem þar fara fyrir merkjum til að sjá um að semja um laun eða kjör, það er akkúrat þess vegna sem að stéttin á ekki að falla undir einhverja þjóðarsátt sem ASÍ er búið að gera fyrir hreyfingar innan þeirra vébanda.
Það er til ákveðinn hlutur sem heitir stjórnarskrá sem er æðsta plagg sem farið er eftir í "lýðræðisríkinu" Íslandi, en af því að kommarnir sem eru við völd finnst að sauðsvartur almúginn eigi ekki að komast upp með neina frekju þá hafa þeir ákveðið að override-a stjórnarskránna eins og hendi sé veifað!
ÞIÐ hljótið líka að sjá það að þarna á sér stað alvarlegt mannréttindabrot og þetta verður ekki látið kyrrt liggja og samþykkt steinþegjandi og hljóðalaust. Það er til æðra vald heldur en ríkisstjórn Íslands og þeir munu fá að éta þessi lög ofan í sig!!
Grétar Guðmundsson (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 09:20
er ekki með þessari lagasetningu að ákveða að hagnaður Icelandair fari til eigenda en ekki launþega?
Þetta er áhugavert útspil ríkisstjórnarinnar.
Lúðvík Júlíusson, 23.3.2010 kl. 13:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.