12. apríl hvaða ár?

Ítrekuð frestun á skýrslu rannsóknanefndar Alþingis er vonandi vísbending um að nefndin hafi kappkostað vönduð vinnubrögð. Óneitanlega hefði þó verið skynsamlegra að afmarka viðfangsefnið og taka fyrir í eðlilegri röð afbrot og síðan úrbætur og lögum og regluverki.

Lögfræðileg greining verður líklega fyrirferðameiri en pólitíkin víkjandi eftir því sem lengra líður frá hruni.

Svo að pollýanna sé tekin á frestunina þá þökkum við fyrir að þurfa ekki að liggja yfir kannselítexta um páska. 


mbl.is Skýrslan kemur 12. apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Árið 2110 svo að það sé tryggt að eingin núlifandi íslendingur þurfi að sjá hana!

Sigurður Haraldsson, 22.3.2010 kl. 14:37

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Frumgögnum þeim sem liggja til grundvallar rannsókninni hefur þegar verið skilað til Þjóðskjalasafns Íslands, þar sem þau verða opnuð almenningi að 80 árum liðnum. Eflaust verða einhverjir núlifandi Íslendingar ennþá uppi þegar þar að kemur, vonum bara að þeir verði þá ekki ennþá að borga fyrir IceSave!

Guðmundur Ásgeirsson, 22.3.2010 kl. 14:43

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Af hverju er verið að leyna einhverju? allt upp á borðið strax.

Sigurður Haraldsson, 22.3.2010 kl. 14:50

4 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Hvað kostar skýrslan.

Skýrslan á að koma fram fyrir almenningssjónir 12.apríl,eða fimm mánuði eftir að fyrst var ráðgert,að hún kæmi út.Allar frestannir hafa leitt að því,að hún þynnist með hverjum deginum.Þá á ég ekki við,að prentefnið þynnist,heldur efni þess.En hvað hefur kostnaður aukist við frestun.Fimm mánuða laun allra sem hafa starfað hafa að gerð skýrslunnar,hlýtur að vera allgóð summa.

Það væri fróðlegt að heyra endanlega tölu á kostnaði,og samanburð á því,hverju hún skilar.Er þetta gögn,sem enda á Þjóðskjalasafn Íslands,þar sem nemendur að fjórða ættliða,héðan í frá lesa,vegna náms í sagnfræði.

Ingvi Rúnar Einarsson, 22.3.2010 kl. 19:56

5 identicon

Mér er óskiljanlegt hvers vegna hún er ekki einungis birt á netinu? 

Hvert eintak á að kosta úr prentun 11.000 kr. sem síðan á að selja á 6.000 kr.

 Þarf almenningur að treysta á Mbl. og Baugsmiðlana að birta það sem þeim hentar að hann sjái?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 20:07

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þeir sem munu kaupa skýrsluna á pappír eru líklega fáir útvaldir einstaklingar. Eigum við semsagt að niðurgreiða hvert eintak til þeirra um kr. 5.000? Svei!

Guðmundur Ásgeirsson, 23.3.2010 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband