Sunnudagur, 21. mars 2010
Kryppluð stjórn vegna eigin verka
Ríkisstjórnin er í kreppu vegna eigin ákvarðana en ekki ytri aðstæðna. Jóhönnustjórnin fékk meðbyr þegar sem starfsstjórn en hún klúðraði stórkostlega um leið og stjórnin fékk meirihluta eftir kosningar.
ESB-umsóknin var dómgreindarlaust rugl frá upphafi; Icesave-málið handvömm sem nálgast landráð; auðmannadekur við Björgólf yngri og Baugsfeðga pólitískt og siðferðileg grundvallamistök; afskriftir handa Range Rover-fólki dæmi um skort jarðsambandi.
Í hverju stórmálinu á fætur öðru bregst ríkisstjórnin algerlega. Ráðherrar geta ekki kennt erfiðum ytri aðstæðum því að mistök stjórnarinnar eru vegna flumbrugangs og dómgreindarskorts.
Segir formannakreppu ríkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, fjandi er það hart að geta ekki mótmælt neinu í þessari færslu þinni né svo mikið sem dregið í efa hvatvíslegustu ályktanir.
Árni Gunnarsson, 21.3.2010 kl. 14:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.