Kryppluð stjórn vegna eigin verka

Ríkisstjórnin er í kreppu vegna eigin ákvarðana en ekki ytri aðstæðna. Jóhönnustjórnin fékk meðbyr þegar sem starfsstjórn en hún klúðraði stórkostlega um leið og stjórnin fékk meirihluta eftir kosningar.

ESB-umsóknin var dómgreindarlaust rugl frá upphafi; Icesave-málið handvömm sem nálgast landráð; auðmannadekur við Björgólf yngri og Baugsfeðga pólitískt og siðferðileg grundvallamistök; afskriftir handa Range Rover-fólki dæmi um skort jarðsambandi.

Í hverju stórmálinu á fætur öðru bregst ríkisstjórnin algerlega. Ráðherrar geta ekki kennt erfiðum ytri aðstæðum því að mistök stjórnarinnar eru vegna flumbrugangs og dómgreindarskorts.


mbl.is Segir formannakreppu ríkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já, fjandi er það hart að geta ekki mótmælt neinu í þessari færslu þinni né svo mikið sem dregið í efa hvatvíslegustu ályktanir.

Árni Gunnarsson, 21.3.2010 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband