Kreppan gjaldfellir alþjóðavæðinguna

Alþjóðavæðing var lykilhugtak fyrsta áratug 21stu aldar. Frjáls viðskipti og afnám landamæra fyrir flæði vöru, þjónustu og vinnuafls voru viðtekin sannindi austan hafs og vestan. Ekki lengur. Endurskoðun á áður samþykktum forsendum auk vaxandi þjóðlegrar íhaldssemi veldur því að alþjóðavæðingin á undir högg að sækja.

Maður er nefndur Paul Krugman, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, og brjóstvörn bandarísks frjálslyndis. Krugman er eins nálægt amerískri alþjóðavæðingu og hægt er að komast. Nema hvað að núna hvetur hann af öllum mönnum til að leggja á refsitolla á kínverskar vörur sem njóta góðs af handstýrðu gengi yuansins.

Dálkahöfundur Telegraph  Jeremy Warner, sem alla jafna er orðvar ólíkt Brósa sem starfar á sömu útgáfu, segir nýja sannfæringu Krugmans fyrir þjóðlegri íhaldssemi ógna heimsfriðnum. Hvorki meira né minna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bragð er að þá barnið finnur.    það er bara eitt sem Krugman áttar sig ekki á , frekar en aðrir hagfræðingar frjálshyggjunnar,  Með þvi að flytja framleiðslu fyrirtækja USA, til Kína, til þess að geta losnað við kostnað við framleiðsluna heima í USA (launakostnað, svo hægt sé að græða meira á sölu framleiðslunnar) munu hrunhagfræðingarnir fá að sjá að fljótlega, verða Kínverjar búnir að stela öllu saman, þeir breyta bara nafninu á vörunni til dæmis með einum staf í nafninu. Dæmi: í Afríku eru mótorhjól frá Kína sem heita Kewasaki, nákvæmlega samskonar Japönskum (orginal) mótorhjólum sem heita Kawasaki. Kínverjar eru löngu búnir að taka frjálshyggjuna í rassgatið.

Robert (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 21:52

2 identicon

Hann verður seint kallaður frjálshyggjuhagfræðingur þessi Keynisti.

Gunnar (IP-tala skráð) 21.3.2010 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband