Kaninn og ESB; skítapakkið og hrunverjar

Málflutningur aðildarsinna reynir undanfarið að slá tvær flugur í einu höggi með því annars vegar að höfða til einangrunar landsins og meints vinaleysis og hins vegar að selja hugmyndina um að við græðum á aðild að ESB. Eftirfarandi er tilvitnun úr einu bloggi aðildarsinna

Kaninn fór árið 2006 og kemur aldrei aftur. Staða Íslands út frá þeirri staðreynd er í í lausu lofti. Ísland er hinsvegar Evrópuþjóð og hefur gríðarlega mikil efnahagsleg, menningarleg og pólitísk samskipti við aðrar Evrópuþjóðir. Ísland sleppur ekkert undan Evrópu. Til þess þyrftum við einfaldlega að færa landið á landakortinu og það er bara ekki mögulegt.

Í orðunum liggur að hefði Ameríkaninn ekki pakkað saman föggum sínum á Miðnesheiði værum við hvorki í lausu lofti né Evrópuþjóð. Samhliða undirlægjuhætti er í textanum undarleg nauðhyggja -  ,,Ísland sleppur ekkert undan Evrópu" - við eigum sum sé að ganga í ESB hvort sem okkur líkar betur eða verr.

Aðildarsinnar eru samsuða einstaklinga. Tveir meginstofnar blasa þó við. Í fyrsta lagi hnjákratarnir sem Vilmundur Gylfason kallaði skítapakkið og í öðru lagi aurasálir í Sjálfstæðisflokknum sem kunna ekki að gera greinarmun á eigin vasa og almannahagsmunum; þeir eru dags daglega kallaðir hrunverjadeildin í XD.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæll Páll,

þú telur þig umkominn að draga fólk í dilka, og skella síðan "verstu nafngift" síðari tíma á dilkinn.

Málflutningur beggja póla er á lágu plani, það skal viðurkennt.  Þessi málflutningur flokkast í þann dilk.

Hef tekið staðfasta skortstöðu í lestri á svona skrumi.  Finnst þó rétt að láta þig vita af því, því ligg sjaldan á liði mínu í umræðum út frá málefnum, og hika ekki við að skipta um skoðun, þegar ég sannfærist um betri rök, eða nýjar upplýsingar koma fram.

Við deilum t.d. andlegu og líkamlegu ofnæmi á "spillingu" hverju nafni sem hún nefnist.  Í þeirri umræðu þarf oft að beita líkum málflutningi gagnvart andlagi, svo skilist verði.

Læðist síðan út og loka á eftir mér.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 20.3.2010 kl. 17:24

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sæl Jenný, ég sagði að aðildarsinnar væru samsuða. Í því felst að fólk sem vill aðild kemur hvaðanæva að. Tvo hópa mætti þó finna hjá aðildarsinnum, hnjákrata og hrunverja. Mér dettur ekki hug að þú sért í öðrum hvorum hópnum.

Lifðu heil.

p

Páll Vilhjálmsson, 20.3.2010 kl. 18:55

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Mér finnst alltaf jafn einkennilegt að stilla Evrópu og Bandaríkjunum upp sem andstæðum í menningarlegu tilliti. Grunnurinn í menningu Bandaríkjanna er evrópskur og að mínu mati evrópskari að mörgu leyti en það sem þekkist í Evrópu í dag.

Hjörtur J. Guðmundsson, 21.3.2010 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband