Skæruhernaður í stjórnarráðinu

Ríkisstjórnarsamstarfið er að taka sá sig nýtt skipulagsform þar sem stjórnarflokkarnir skipta sér upp í tvo eða fleiri hluta og ýmist stríða innbyrðis eða herja samstarfsflokkinn. Einar K. Guðfinnsson sér þess merki að fjórflokkur sé að myndast á vinstri kanti stjórnmála.

Stjórnlistin að baki skæruhernaðinum er gera víglínur óglöggar og laumast aftan að andstæðingnum þegar síst varir. Samfylkingin gerir út skæruliðana Magnús Orra Schram og Sigmund Erni, sem báðir eru nýliðar og annar edrú, til að setja skilyrði fyrir áframhaldandi stuðningi við stjórnina.

Skæruhernaður samfylkingarmanna er svar forystunnar við órólegu deild Vinstri grænna. Munurinn er sá að andófsdeildin í Vinstri grænum hefur málefnastöðu á meðan skæruhernaður Samfylkingar er hrá valdapólitík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Sæll Páll hvor nýliðanna er edrú

Hreinn Sigurðsson, 18.3.2010 kl. 13:09

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þetta er rétt hjá Páli og alvarlegtmál, svo það er kjánalegt af þér að spurja um það hvor sé edrú, Hreinn húmorin má alveg lifa þó þetta sett vilji endilega drepa okkur.

Hrólfur Þ Hraundal, 18.3.2010 kl. 20:36

3 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Sæll Hrólfur.  Ég tek undir það að þetta er alvarlegt mál. 

Hreinn Sigurðsson, 18.3.2010 kl. 22:31

4 identicon

Öl er böl.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband