Grikkir hóta ESB

Grikkir hóta Evrópusambandinu að fái þeir ekki nauðsynleg lán muni þeir leita til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Fyrir ESB og evruríkin yrði það niðurlægjandi að ríki í kröggum yrði að leita hjálpar utan evrusvæðisins. Haft er eftir Jean-Claude Juncker stjóra Eurogroup að ef Kalifornía lenti í fjárhagsvandræðum myndi alríkisstjórnin í Washington ekki leita til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.

Á hinn bóginn hefur gríska fjárhagskreppan leitt í ljós að evruríkin eru vanmáttug til að takast á við misgengi aðildarríkjanna. Þjóðverjar hafa lítinn áhuga á að borga fyrir óhóflega neyslu Grikkja undanfarin ár. Grikkir töldu sig vera komna í öruggt skjól með fjármál sín þegar þeir tóku upp evru og finnst skorta á evrópska samheldni gagnvart sér.

Gríska kreppan mun breyta Evrópusambandinu varanlega. 

Hér er samantekt Brósa í Telegraph í dag um grísku stöðuna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband