Réttlæti er lífsgæði

Útrásarruglið brenglaði dómgreind og siðvit þjóðarinnar. Úrkynjun siðvitsins sést á því að innan bankanna þrífst enn fólk sem heldur að það eigi að fá bónusgreiðslur og að sjálfsagt sé að útrásarauðmenn fái niðurfelldar skuldir.

Dómgreind þjóðarinnar beið hnekki en tjónið er ekki varanlegt. Fólk mun sætta sig við hærri skatta og skerta almannaþjónustu vegna þess að það veit að útrásin var blekkingarauður.

Forsenda þess að fólk taki versandi hag með stóískri ró er að stjórnvöld geri sitt til að réttlætið nái fram að ganga.

Minni efni geta auðveldlega verið ávísun á meiri lífsgæði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Þar liggur hundurinn grafinn. Að stjórnvöld geri sitt til að réttlætið nái fram að ganga.

Sýnist þér að svo sé að stjórnvöld séu að vinna að þessu marki?

Ég get ekki með nokkru móti séð það.

Hamarinn, 17.3.2010 kl. 18:27

2 Smámynd: Lárus Baldursson

Það hafur aldrei verið kreppa hjá þessu fólki og peningarnir streyma inn, því finnst náttúrulega ekkert óeðlilegt við það að fá bónusgreiðslur.

Lárus Baldursson, 17.3.2010 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband