Seðlabanki kyndir undir eyðslu

Seðlabankinn stuðlar að eyðslusamfélagi með hraðari lækkun vaxta en nemur verðbólgulækkun. Sparifjáreigendur sem sjá fram á neikvæða raunávöxtun mun fremur setja peningana í eyðslu en að horfa upp á brennslu þeirra í bankakerfinu.

Við þurfum ráðdeild mun meira en atvinnulífið þarf lága vexti. Atvinnulífið reynir að komast hjá kjarnalærdómi hrunsins sem er að þensla leiðir til ófarnaðar.

Í atvinnulífinu er enn rekstur sem ekki borgar mannsæmandi laun. Vextir eiga að drepa þennan rekstur.


mbl.is Stýrivextir verða 9%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ja, hérna hér. Erfitt að gera öllum til geðs. Ætli verðbólgan sé ekki komin langt fram úr öllu normi og búin að lama kaupmáttinn hjá almenningi fyrir löngu.  Þetta hljómar eins og allar flóðgáttir opnist og að kringluæði grípi pöbulinn við þetta hálfa prósent.

Komdu nú niður á jörðina.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.3.2010 kl. 11:00

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Drepum rekssturinn og setjum láglaunafólkið á jötuna hjá atvinnuleysistryggingasjóði. Maður þakkaði guði fyrir að þú ert ekki ábyrgur fyrir efnahagsstjórn landsins, ef maður tryði á guð.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.3.2010 kl. 11:03

3 identicon

Sæll Páll,

þvílík vanþekking á efnahagsmálum hjá jafn þjóðþekktum manni sem telur sig vera ábyrgan i þjóðfélagslegri umræðu.

Það má öllum þenkjandi mönnum vera það ljóst að til að örva hagkerfið þarf vaxtastigið að lækka til að örva fjárfestingu og ná þar með atvinnustiginu upp á ný og þar með sparnaði.

Stefán Ákason (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 11:26

4 identicon

Það er engin brennsla á Sparifé í bankakerfinu þegar allt er verðtryggt. Það varð brennsla á sumra fjármunum þegar bankarnir töpuðu, en það fé sem var á allt að því vaxtalausum reikningum (td hb 26) slapp.

Það er hins vegar botnlaus brennsla á skuldurum, og sú brennsla veldur kreppu.

Upptjökkun vaxta leiddi nefnilega til þenslu hjá fjármagnseigendum (tja eða "fjármagnseigendum") jafnframt því að smyrja drápsklyfjum á þá sem stóðu í skuldbindingum fyrir, og fyrir góðæri NB.

Núna erum við með ofurvexti (þótt þeir lækki) OG verðbólgu, OG kreppu (ekki þenslu).

Það að vextirnir séu lækkaðir þetta hratt breytir ekki því að þeir eru háir, og svo er það vísbending um að menn séu kannski aðeins að átta sig.

Jón Logi (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 13:09

5 identicon

Hótanir Steingríms J. um frekari og stórtækar skattabreytingar (You ain't seen nothing yet) stuðla líka að eyðslu.

Fólk er að brenna upp sparnaðinn og hefur þannig haldið neyslustiginu uppi.

En það mun auðvitað ekki endast.

Fólk hefur ákveðið að eyða sparnaðinum áður en Steingrímur tekur hann líka.

Nú eða þá einhver annar kemur og stelur honum.

Steingrímur er dugmesti andstæðingur íslenskrar endurreisnar.

Sannkölluð pólitísk risaeðla.  

Karl (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 14:00

6 Smámynd: Arnar Sigurðsson

Sæll Páll,

Tek undir allar athugasemdir hér að framan. Þú ættir kanski að hafa í huga að verðtryggðar skuldbindingar landsmanna eru í kringum 1.000 milljarðar og bera að meðaltali um 5% raunvexti.

Að því er varðar óverðtryggðar skuldbindingar þá er afar ólíklegt að verðbólga nái að kostnaðarverðbólga nái að yfirvinna verðlækkun fasteigna.

Hér á landi er um tvennt að velja, að laða að fjárfesta í vaxtamunaviðskipti með háum vöxtum eða laða peninga í fjárfestingu í atvinnuuppbyggingu með lágum vöxtum!

Þessi athugasemd þín er eitt galnasta innlegg í umræðu um efnahagsmál sem lengi hefur sést.

Arnar Sigurðsson, 17.3.2010 kl. 15:42

7 Smámynd: Finnur Bárðarson

Maður fer að biðjast afsökunar á því að sparnaður manns er að brenna upp. Ég þarf engan fræðimann til að sjá þær breytingar sem er að verða á því litla sem maður hefur verið að nurla saman.

Finnur Bárðarson, 17.3.2010 kl. 15:52

8 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Páll. Nú tókstu alveg skakkan pól í hæðina, alveg eins og þú sérð á ábendingum ofangreindra athugasemda.

Ég bendi ekki síst á rök Arnars Sigurðssonar hér næst á unda, sbr. pistil minn um hávaxtastefnuna, í ljósi tregðu Seðlabankans til vaxtalækkunar.

Kristinn Snævar Jónsson, 17.3.2010 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband