Sunnudagur, 14. mars 2010
DV fær ,,nýja" eigendur fyrir hrunskýrslu
DV Hreins Loftssonar og Baugs setti á flot hugtakið náhirðin um Davíð Oddsson og samstarfsmenn hans, en Hreinn var einu sinni aðstoðarmaður Davíðs áður en hann gekk þjónustu Baugs. DV gengur iðulega feti framar en móðurútgáfa Baugs, Fréttablaðið, í hagsmunagæslu fyrir eigendur sína. Háttur Fréttablaðsins er að þegja um misfellur í ásjónu Baugs en DV öskrar um ágalla flestra annarra en eigenda sinna.
Vika er í að hrunskýrsla nefndar alþingis kemur loks út og fréttir að DV sé að skipta um eigendur hljóta að vekja ugg í brjósti þeirra sem treystu á að DV Hreins myndi setja ,,réttan" vinkil á skýrsluna.
Við skulum þó ekki örvænta. Miðað við fyrri reynslu af baugsfléttum í viðskiptum eru allar líkur að nýir útgefendur verði á mála hjá Baugi þótt breitt verði yfir nafn og númer bakhjarla. Jón Ásgeir Baugsstjóri tók þannig snúning þegar hann eignaðist Fréttablaðið. Farið var leynt með eignarhaldið á meðan Baugur, sem þá var almenningshlutafélag, mokaði auglýsingafé í Fréttablaðið.
DV lifir ekki án Baugs/Haga.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.