Laugardagur, 13. mars 2010
Afskriftir til fyrirtækja, eymd fyrir heimilin
Stefna ríkisstjórnarinnar er að láta heimilin sigla sinn sjó en láta fyrirtækin njóta afskrifta af skuldum. Björgunaraðgerðir stjórnvalda koma útrásarauðmönnum ágætlega, til dæmis Ólafi Ólafs og Baugsfeðgum, en almenningur er afskiptur.
Talsmenn ríkisstjórnarinnar keppast hver um anna þveran að lýsa yfir að skuldaafskriftir sem fyrirtækjum bjóðast séu ekki raunhæfar fyrir almenning.
Hver tók þá ákvörðun að fyrirtæki skyldu njóta forgangs til afskrifta?
Athugasemdir
Hefur einhver heyrt Vinstri grænan stjórnmálamann tala um alþýðuna nýlega?
Hélt ekki.
Þegar uppruninn er gleymdur er voðinn vís.
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 13.3.2010 kl. 19:37
VG er ekki upprunnið´frá alþýðunni. Þetta er menntasnobbslið, sem vill ekkert vita af alþýðunni, nema þegar kosningar nálgast.
Sveinn Elías Hansson, 13.3.2010 kl. 21:01
Þetta er bitur staðreynd, en sé staðan og hegðun núverandi ríkisstjórnar metin kalt þarf engan að undra framkoma þeirra gagnvart lítilmagnanum. Nefninlega gagnvart einstaklingum sem geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér.
Samfylkingin hefur þjónað ýmsum fyrirtækjum og þar á meðal forhertum óreiðumönnum, árum saman - gegn gjaldi reyndar - og þeir hafa greiniliega ákveðið nú að einbeita sér að hagsmunum þessara einstaklinga, umfram það að hlúa að hag almennings í landinu. Allt snýst þetta um að standa saman og virða "Æ sér gjöf að gjalda".
Niðurstaða, jú: Fall stjórnmálaflokksins Samfylkingarinnar sem hefur kennt sig við frelsi, lýðræði, kvenfrelsi, jafnrétti og samábyrgð er mjög hátt.
Þessi framkoma á eftir að draga dilk á eftir sér, er ég ákaflega hræddur um.
Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 13.3.2010 kl. 21:43
Miðað við 300 manna mótmæli á Austurvelli í dag virðast 99.9% þjóðarinnar vera sama um þessi mál.
Hrannar Baldursson, 13.3.2010 kl. 21:57
Hrannar: Ekki er allt sem sýnist. Íslendingar eru seinir til vandræða og vegna smæðar þjóðfélagsins halda menn oft að sér höndum og kvarta í hljóði. Betra að vera ekki að rugga bátnum...
En, það er alveg sama hvern ég hitti og ræði við:
Það er enginn sáttur við "stöðutöku" nokkurra hundraða óreiðumanna gegn almannahag. En það er akkúrat það sem hefur verið að ske hér á eyjunni okkar.
Sumsé úrtakið mitt er 100 % sammála og það segir mér töluvert um skoðun þjóðarinnar.
Þeir sem mæta á Austurvöll eru aðeins brot af "Toppinum á Ísjakanum".
Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 13.3.2010 kl. 22:29
Hrannar, það er engum sama, það eru þessi friðsælu mótmæli einu sinni í viku sem fólk hefur enga trú á lengur. En það þarf eitthvað að gerast þannig að stjórnvöld vakni upp frá Þyrnirósarsvefninum. Fáeinar hræður á Austurvelli á hverjum Laugardegi er ekki nóg til að stjórnvöld vakni, það þarf eitthvað róttækara til því miður.
Edda Karlsdóttir (IP-tala skráð) 13.3.2010 kl. 23:18
Ég hef heyrt það sama. Hver einasta manneskja sem ég hef talað við um þessi mál segist vera búin að fá nóg, en þeir sömu geta hins vegar ekki hugsað sér að láta sjálfstæðismenn fá völdin aftur (með síauknum undantekningum þó).
Hrannar Baldursson, 14.3.2010 kl. 07:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.