Laugardagur, 13. mars 2010
Þorsteinn Páls vill nýja Baugsstjórn
Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson, skrifar grein í baugsútgáfuna í dag þar sem hann leggur að jöfnu vinstriarm Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokkinn. Þorsteinn gefur sér að Samfylkingin sé miðpunktur íslenskra stjórnmála og það sé Sjálfstæðisflokksins að ganga til liðs við Samfylkinguna og losa flokkinn úr viðjum Vinstri grænna.
Hrunverjadeild Sjálfstæðisflokksins bjó til ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks undir forsæti Geirs H. Haarde. Hreinn Loftsson mærði þessa ríkisstjórn og gerði hana að réttnefndri Baugsstjórn þar sem Samfylkingin var í ökumannsætinu og sjálfstæðismenn hræddir hérar.
Þorsteinn Pálsson óskar sér ESB-vædda Baugsstjórn til að fullkomna hrunið með fullveldisafsali til Evrópusambandsins.
Athugasemdir
Enda er maður manna fegnastur að þessi álfur skuli hafa haldið sig frá pólitík og það lengi.
spritti (IP-tala skráð) 13.3.2010 kl. 14:33
Geirs Haarde verður minnst sem versta sttjórnmálaleiðtoga Íslandssögunnar.
Karl (IP-tala skráð) 13.3.2010 kl. 15:07
Sjálfstæðisflokkurinn myndi aldrei getað samþykkt að haldið yrði áfram með þessa ESB umsókn, ja nema þá að það yrði sérstök þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort draga ætti umsóknina til baka eða ekki.
Síðasts stjórn þessara flokka var nú einhver versta og mest steinsofandi Ríkisstjórn sem þessi þjóð hefur haft á öllum lýðveldistímanum.
Ef þeir færu fram saman aftur núna yrði það svona eins og taka 2.
Hef enga trú á að það sé neinn raunverulegur vilji innan Sjálfstæðisflokksins til þess að starfa með þessu ESB trúboði og þessum tækifærissinumm sem Samfylkingin er uppfull af.
Réttast væri líka hjá Vinstri grænum að setja þessu hrokaliði í Samfylkingunni stólinn fyrir dyrnar og krefjast þess að það yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort það eigi að draga þessa ESB umsókn til baka eða ekki.
Samfylkinginn á enginn spil orðið á hendinni og Baugs- Þorsteinn Pálsson er ekki sérlega góður ráðgjafi.
Gunnlaugur I., 13.3.2010 kl. 16:07
Geirs Haarde verður minnst sem versta sttjórnmálaleiðtoga Íslandssögunnar.
Jóhanna Sigurðardóttir trónir alveg auðveldlega fyrstu 5 sætin á þeim lista.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 13.3.2010 kl. 19:01
Það kæmi mér ekki á óvart þótt Þorsteinn muni leiða næsta klofningsframboð Sjálfstæðisflokksins. Þá geta hægri kratarnir kosið sinn "eigin" flokk og fylgi Samfylkingar mun hrynja
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 13.3.2010 kl. 19:37
Það væri með ólíkindum ef Sjálfstæðismenn leggist svo lágt að fara í stjórnarsamstarf með Samfylkingunni og VG á með þeir sem þar stjórna Steingrímur og Jóhanna eru innanborðs, sem og allir hrunsráðherrar Samfylkingarinnar. Hvernig þessir aðilar hafa ausið þá viðbjóði og sora ætti að duga ágætlega sem bólusetning, fyrir utan þekkt heilindi Baugsfylkingarinnar. En í pólitík er ekkert heilagt.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.3.2010 kl. 19:54
Ég tel að Þorsteinn Pálsson sé og hafi verið, sá hugmyndasmiður fyrir land og þjóð, sem beri að varast sem heitann eldinn. Nægir þar að nefna þátt hans í fiskikvótakerfinu, og hverning ráðdeild hans þar, hefur skaðað landið allt, með þeim afleiðingum að evrópumenn líta niður á Ísland, sem væri það angi af svörtustu Afríku.
Robert (IP-tala skráð) 14.3.2010 kl. 11:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.