Stjórnarandstaðan á mála hjá Samtökum atvinnulífsins

Í orði kveðnu eiga stjórnarandstöðuflokkarnir Samfylkingin og Vinstri grænir að heita vinstriflokkar. Í verki taka flokkarnir tveir upp málflutning Samtaka atvinnulífsins í yfirstandandi umræðu um frumvarp um Ríkisútvarpið ohf.

Meðal þess fyrsta sem Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna tiltók sem rök gegn frumvarpinu í Kastljósþætti kvöldsins voru samkeppnismál. Hann hefur sem sagt áhyggjur af velferð einkarekinna fjölmiðla í samkeppni við Ríkisútvarpið. En þetta eru sömu sjónarmið og koma fram í umsögn Samtaka atvinnulífsins um frumvarpið, sjá hér.

Það hefði einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar að stjórnmálaflokkar vinstrimanna fylkja sér um hagsmuni atvinnurekenda.

Hversu trúverðugt verður það þegar Samfylking og Vinstri grænir ætla í kosningabaráttunni að halda fram hlut launþega og almennings þegar þeir á Alþingi koma fyrir eins og réttir og sléttir málaliðar atvinnurekenda?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Auk þess er það óþægileg tilhugsun að umræddir vinstri flokkar geti "guðað á gluggann" hjá forsetanum ef þeir hafa ekki meirihluta á alþingi fyrir hagsmunum sínum.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 16.1.2007 kl. 21:04

2 identicon

Góð ábending hjá Páli og ég verð að viðurkenna að ég botna engan vegin í Steingrími. Auðvitað er svona vitleysa að öllu jöfnu ekki svara verð en það ætti að vera hægt að nefna það svona til gamans að Ingibjörg Sólrún og frænkur hennar hafa barist hatrammri baráttu gegn nánast hverju einasta framfaraspori sem stigið hefur verið í átt frjáls markaðar hér á landi. Því eru þessi ummæli um að Samfylkingin treysti á einkaframtakið í besta falli hlægileg.

Björn Berg Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband