Miðvikudagur, 10. mars 2010
Hálaunastéttir að rifna úr frekju
Samviskulausar hálaunastéttir ganga fram með yfirgangi við aðstæður þar sem þorri launafólks má þola launaskerðingu ýmist í formi yfirvinnutaps eða beinna launalækkana. Framferði flugumferðastjóra er ótækt og þeir ættu að sjá sóma sinn í hverfa í hvelli frá skæruhernaði gagnvart þjóðinni og temja sér ábyrga afstöðu.
Flugumferðastjórar eiga eins og aðrar starfsstéttir með lausa samninga að semja til skamms tíma til að sjá hverju fram vindur í efnahagsmálum.
Flugumferðastjórar telja sig geta sótt kauphækkun hjá ríkisvaldi á hnjánum. Hálaunaliðinu á ekki að líðast þessi framkoma. Ef annað bregst á að setja lög á verkfallið.
Vill lög á flugumferðarstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Laun flugumferðarstjóra eru ekki greidd af ríkisvaldinu heldur ICAO (International Civil Aviation Organization)
Þeir stýra alþjóðlegu svæði sem ICAO stendur straum af kostnaði.
Held að Júlíus ætti nú að einbeita sér í því að koma lögum á aðra í landinu.
Jónas Arnarss (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 23:45
Í mínum huga eru hálaunahópar sem fara í verkfall við þau skilyrði sem nú ríkja í okkar þjóðfélagi, ekkert annað en skemmdarverkamenn. Lög á þá strax.
Þórir Kjartansson, 11.3.2010 kl. 00:07
Það væri réttast að setja lög á alla verkamenn í landinu og setja svo á ein ríkislaun þá yrðu allir svo ofsalega ánægðir;)
Sigurður (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 00:13
kerlingavæl það mættu fleiri taka þá til fyrirmyndar, annað en verkalýðshreyfingin þvílíkt samansafn að aumingjum.
Lárus Baldursson, 11.3.2010 kl. 00:14
Rétt, Páll.
Aðgerðir þessara hópa njóta einskis stuðnings.
Þær eru til marks um algjöra veruleikafirringu.
Flugumferðarstjórar eru hálaunamenn. Því verður ekki á móti mælt.
Til skamms tíma og kannski enn gátu þeir fengið hluta launa sinna greiddan í erlendri mynt.
Um það er þagað.
Best væri ef hægt væri að fara að dæmi Reagans forseta og ráða erlenda menn til þessara starfa.
Karl (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 08:16
Þegar verkamenn fyrr á tímum lögðu viður vinnu, lögðu þeir skófluna og hakann frá sér.
Þegar kennari leggur niður vinnu, hættir hann að tala og leggur krítinni.
Þegar flugumferðarstjóri leggur niður vinnu hættir hann að tala og leggur heilli þotu í það minnsta.
Hvernig litist mönnum á ef rafvirkjar létu loka fyrir allt rafmagn í landinu ef ekki semdist við þá?
Benedikt Halldórsson, 11.3.2010 kl. 09:38
Það má benda Karli á að enginn erlendis myndi fást til að koma og vinna þessa vinnu, vegna þess að þetta eru skítalaun miðað við það sem fæst úti. Sem dæmi má nefna að meðallaun flugumferðarstjóra í BNA er 111.000 dollarar á ári. Reikni nú hver sem betur getur...
Sigurjón, 11.3.2010 kl. 11:05
það er alltaf hægt að semja um laun, en það er gjördamlega fráleitt að söðva allt flug vegna kjaradeilu.
Benedikt Halldórsson, 11.3.2010 kl. 17:27
Hvað ef menn hafa ekkert annað eftir? Ríkið neitar ávallt að fara eftir eigin ályktunum um starf flugumferðarstjóra og hótar sífellt að afnema verkfallsrétt þeirra varanlega með lögum. Skoðið þetta: http://www.bsrb.is/files/620711851Ann%C3%A1ll%20kjaradeilunnar%20F%C3%8DF.pdf
Góðar stundir.
Sigurjón, 11.3.2010 kl. 17:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.