Þriðjudagur, 9. mars 2010
Þjóðaratkvæði án afleiðinga eykur ábyrgðarleysi
Ríkisstjórnarflokkarnir voru báðir talsmenn þjóðaratkvæðis þangað til Ólafur Ragnar sendi Icesave-frumvarpið til þjóðarinnar. Beint lýðræði í formi þjóðaratkvæðis verður á dagskrá næstu árin. Vísasti vegurinn til að koma óorði á þjóðaratkvæðagreiðslur er að efna til þeirra í tíma og ótíma.
Of margar þjóðaratkvæðagreiðslur myndu lama stjórnkerfið þar sem ríkjandi óvissa um stór mál og smá yrði til varanlegrar ákvarðanafælni.
Skynsamlegasta leiðin til að láta ábyrgð haldast í hendur við þjóðaratkvæðagreiðslur er að niðurstöðurnar hafi afleiðingar.
Með því að ríkisstjórn Jóhönnu Sig. ætlar að sitja áfram eins og ekkert hafi í skorist er ríkisstjórnin að segja við þjóðina að niðurstöður í allsherjaratkvæðagreiðslum séu ómarktækar.
Það styttist í að stjórnvöld virði að vettugi niðurstöður þingkosninga með þeim rökum að þær séu markleysa.
Heil.
Athugasemdir
Páll: Einu sinni varstu nokkuð kreatívur í skrifum þínum..
Hvað gerðist ?
hilmar jónsson, 9.3.2010 kl. 14:09
Og Steingrímur J. segir að stór sigur Já - manna með 1.8% fylgið, hafi þjappað stjórnarflokkunum saman og hvatt til dáða.
Sama sagði Ástþór Magnússon þegar hann fékk 1.9% fylgi í forsetakosningunni um árið.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 19:33
Hilmar, mig grunar nú að það sem angri þig í skrifum Páls sé ekki meintur skortur á "kreatívri" nálgun heldur þær skoðanir sem hann setur fram.
Hjörtur J. Guðmundsson, 11.3.2010 kl. 00:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.