Icesave er afsökun fyrir aðgerðarleysi

Icesave-málið er afsökun fyrir aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar. Jóhanna og Steingrímur J. klifa á því að lausn á Icesave sé forsenda fyrir efnahagsendurreisn landsins. Icesave er ekkert slíkt. Það er mál sem þarf að leysa en mun engu breyta í næstu misserin og árin fyrir okkur.

Endurreisnin snýst ekki um að fá peninga inn í landið, hvorki í formi lána né fjárfestinga. Endurreisnin er að grisja spillinguna sem enn þrífst í atvinnulífinu, keyra þau fyrirtæki í gjaldþrot sem þurfa þess og leggja drög að nýskipan atvinnulífsins.

Stjórnvöld hafa ekkert gert til að uppræta spillinguna. Þvert á móti ætla þau að setja lög handa Björgólfi Thor svo hann geti reist gagnaver; Ólafur Ólafsson fær að halda Samskipum og Baugsfeðgar fá að stunda einokun á smásölumarkaði með blessun og velvild ríkisstjórnarinnar.

Ríkisstjórnin hefur ekki græna glóru hvert hún ætlar.


mbl.is „Vorum nálægt samkomulagi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Umsókn að ESB átti strax að bæta ástandið.

Ég hef ekki tekið eftir neinum breytingum, allavega ekki til góðs. 

Hallgeir Jónsson (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 01:33

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hvað er þetta?  Ríkisstjórnin hefur gert ýmislegt:

Þau hafa hækkað skattana, hækkað bensínverðið, hækkað áfengisverðið, hækkað verðbólguna... nú, og þegar þau eru innt eftir því, þá kenna Þau næstu ríkisstjórn á undan um allt.

 Þau hafa gert fullt.

Ásgrímur Hartmannsson, 8.3.2010 kl. 01:41

3 Smámynd: Guðmundur Karl Snæbjörnsson

Afvegaleyðing heitir það víst hjá Steingrími. Stjórnin fékk aldeilis rauða kortið frá þjóðinni og nánast á stóru plakatformi svo skiljanlegt er það öllum - þau skilja það ekki vegna heiftarlegrar afneitunar sem maður upplifir sterkt frá Steingrími sem oft áður. Hvað er gert þegar leikmenn skilja ekki stöðuna og láta sem þeir séu litblindir?

Guðmundur Karl Snæbjörnsson, 8.3.2010 kl. 07:56

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þetta útspil Steingríms útheimtir byltingu!

Sigurður Haraldsson, 8.3.2010 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband