Sunnudagur, 7. mars 2010
Ríkisstjórn í afneitun
Þjóðin hafnaði lögum ríkisstjórnarinnar um Icesave og forsenda til að fá betri samninga er að ný ríkisstjórn taki við völdum. Jóhanna Sig. og Steingrímur J. láta eins og þjóðaratkvæðagreiðslan hafi verið markleysa. Skötuhjúin telja sig hafi yfir vilja þjóðarinnar.
Helsta röksemd leiðtoga stjórnarinnar fyrir áframhaldansi setu er að ekkert betra sé í boði. Drambið sem kemur fram í röksemdinni er lýsandi fyrir stjórnunarstíl Jóhönnu og Steingríms J. Þau þykjast vita betur en allir aðrir. Icesave-málið sannar hið gagnstæða.
Við þessar aðstæður á að boða til kosninga. Þjóðin þarf að velja á ný þingmenn sem hún treystir til að fara með sín mál.
Ríkisstjórn með afgerandi vantraust þjóðarinnar á bakinu getur ekki setið eins og ekkert hafi í skorist.
Ríkisstjórnin þarf að þétta raðirnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Páll Vilhjálmsson kemur ekkert á óvart !
Auðvitað vill hann að glæpamennirnir komist aftur að !
Það er alveg á hreinu, það er engin sem setið hefur á alþingi síðustu 20 árin og engin embættismaður, sem ætti að koma nálægt neinu valdi til að ákveða neitt fyrir þessa þjóð í dag !
Við þurfum heiðarlegt fólk , sem nennir að vinna sína vinnu !
Menntahroki úr kennslubókum, sem löngu útbrunnar, er ekkert sem við þurfum !
JR (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 19:23
Svarassamningarnir eru loksins dauðir ! Húrra, húrra, húrra !
Haraldur Baldursson, 7.3.2010 kl. 19:49
Og já nú skulum við drífa í næstu þjóðarkosningum..
-kvótakerfið
-ESB
-breytingar í anda Sviss...4xári verði þjóðarkosningar um uppsöfnuð mál...
Haraldur Baldursson, 7.3.2010 kl. 19:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.