Föstudagur, 5. mars 2010
Jóhanna þykist hafin yfir lýðræðið
Æ betur kemur í ljós hvers konar mistök það voru að dubba frekan félagsmálaráðherra upp í stól forsætisráðherra. Jóhanna hafði það eitt til síns ágætis að vera heiðarleg. En á bakvið heiðarleikann leynast takmarkanir sem gera forsætisráðherra að fjarska litlum stjórnmálamanni.
Atkvæðagreiðslan á morgun er ekki um Icesave-frumvarpið, sem löngu úrelt. Nei, fólk mætir á kjörstað á morgun til að lýsa yfir andstöðu við óbilgirni Breta og Hollendinga. Icesave-reikningarnir voru með evrópskri ábyrgð en Bretar og Hollendingar láta eins og íslenskur almenningur hafi gert út á grunlausa breska og hollenska sparifjáreigendur.
Væri Jóhanna í tengslum við þjóðina myndi hún fyrir löngu hafa áttað sig á hverjum klukkan glymur í þjóðaratkvæðinu á morgun. En blessunin hún Jóhanna er heiðarlegur eintrjáningur hvers tími er löngu liðinn.
Jóhanna á skilið rólegri daga og ætti að nýta tímann heima á morgun til að panta viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson, sem, vel að merkja, kann pólitík.
Jóhanna ætlar ekki á kjörstað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er á því að fólk sem nennir ekki að mæta á kjörstað og nýta sinn atkvæðisrétt eigi ekki að hafa kjörgengi!
Guðrún (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 08:52
Gaman væri að sjá Ólaf Ragnar á kjörstað áður en hann tekur á móti Jóhönnu og Steingrími.
"En á bakvið heiðarleikann leynast takmarkanir sem gera forsætisráðherra að fjarska litlum stjórnmálamanni", - það er sorglegur sannleikur í þessum orðum þínum. Allir á kjörstað.
Sigurjón Benediktsson, 5.3.2010 kl. 09:02
Ef henni finnst slæmt að kjósa mætti etv svifta hana kosningarétti yfir höfuð.
Hvernig sósialisti er það eginlega sem lætur sig annas vanta æa kjörstað.
Er manneskjan ekki þakklát fyrir að búa í réttarríki þar sem hún má kjósa.
Annars minna þessar kosningar og fáránlega lítill undirbúningur þeirra á kosningar í Mið-Afríku, þar sem fólk heyrir frá yfirvöldum fyrst eftir að búið er að kjósa og þá aðeins til að birta niðurdstöðu úr einhverju mirrku bakherbergi.
Það að ekki hafi verið ráðist í kynningar eins og lofað hafði verið sýnir í raun allt sem að þessi ríkisstjórn hefur um lýðræði að segja. Þau vilja það ALLS EKKI.
Heimskur almúginn á bara að láta sér lynda að borga IceSave, skatta og okur og asnast til að halda KJ eins og var gert í Sovjet í den...
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 09:18
Þetta er ekki það fyrsta sem hún sleppir að gera til þess að koma þjóðinni á lappirnar. Saga síðust mánað er búin að sýna okkur landsmönnum að þessi kona er sennilega númer 2 í röðinni yfir ofmetnustu stjórnmálamenn þjóðarinnar hin er ISG. Gs.
Guðlaugur (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 09:23
Sammála Guðlaugi...
hkr (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 09:48
Þvílíkur dónaskapur í Jóhönnu að ætla ekki að mæta á kjörstað.Hún verður að átta sig á að hún er Forsætisráðherra þjóðarinnar og ber skylda til að mæta á kjörstað.Hún er gersamlega að missa sig í undirlægjuætti við Breta og Evrópusambandi.Einhver aumasti Forsætisráðherra sem hefur setið hér á landi.
Sigurbjörn (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 09:57
Ég vil meina að kosningarnar á morgunn snúist líka orðið um hvort þjóðin getir staðið saman og hvet því alla að mæta á kjösrstað og kjósa. Spurning hve mikið af samfylkingarfolki situr heima af því að þau trúa að allt sé satt og rétt sem kemur úr þessum vonlausa forsætisráðherra.
krissa (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 10:00
Ég bara skil ekki heiðarleikann í því að segja lög marklaus en hafa ekki dug í sér að draga þau til baka.
Grímur (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 10:25
Hvaða skilaboð sendir það umheiminum að fara á kjörstað til að kjósa um eitthvað allt annað en stendur á kjörseðlinum? Er það lýðræðinu til framdráttar?
Bjarni G (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 10:41
Bjarni G.,við sendum þeim skilaboð (umheimnum) að skattborgar hér og úti erum löngu búin að fá okkur fullsödd af gaurum sem komast yfir banka til að ræna þá innanfá og láta þegna viðkomandi lands borga brúsann.
Egill Guðmundsson (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 10:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.