Þriðjudagur, 16. janúar 2007
Hvert vilja Íslendingar flytja?
Félagsfræðingurinn Seymour Martin Lipset lést í byrjun árs. Hann fékkst einkum við að skýra sérstöðu Bandaríkjanna, t.d. hvers vegna engin róttæk vinstripólitík náði árangri þar ólíkt öðrum vestrænum ríkjum og hvers vegna Bandaríkjamenn vantreysta ríkisvaldinu í meira mæli en Evrópuþjóðir.
Martin Lipset skrifaði formála að bók Richard F. Tomasson Iceland the first new society sem var gefin út fyrir aldarfjórðungi og er rannsókn á menningu og siðvenjum Íslendinga. Ítarleg viðtöl voru tekin við eitt hundrað manns vítt og breitt um landið.
Ein spurningin sem var lögð fyrir viðmælendur var um hvert þeir vildu flytja ef þeir þyrftu að yfirgefa landið. Í ljósi umræðunnar um Evrópusambandsaðild er listinn forvitnilegur. En þetta er þau lönd sem Íslendingar vildu flytja til fyrir aldarfjórðungi ef þeim væri ekki lengur stætt á Fróni.
Noregur
Svíþjóð
Danmörk
Kanada
Bandaríkin
Ástralía
Ekki beinlínis stór eftirspurn eftir Brussel og sveitunum þar í kring.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.