Schengen er frjálst flæði glæpamanna

Fyrir misskilning tóku íslensk stjórnvöld þátt í að gera íslensk landamæri að ytri landamærum Evrópu. Af því leiðir að innlent og evrópskt glæpahyski á greiða leið inn og út úr landinu.

Schengen samkomulagið um ytri landamæravörslu Evrópuríkja er sniðið og hannað fyrir ríki með sameiginleg landamæri. Ísland er eyja.

Íslensk stjórnvöld, þ.e. eftir að við höfum losnað við Samfylkinguna úr ríkisstjórn, þurfa að endurskoða Schengen.


mbl.is Reglum breytt vegna Guðbjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Heyr!

Hjörtur J. Guðmundsson, 3.3.2010 kl. 20:41

2 identicon

Rétt án nokkurs vafa.

Schengen-aðildin var fyrst og fremst baráttumál Halldórs Ásgrímssonar og framsóknar.

Varfærið skref í átt til ESb.

 En auðvitað var það ekki sagt. Þess í stað var látið í veðri vaka að svo mikilvægt væri að viðhalda "norræna vegabéfasambandinu"

Hreinn þvættingur, auðvitað.

Óheilindi virðast rótgríon í íslenskri pólitík

Karl (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 20:52

3 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Ósköp eru orðinn orðljótur Páll síðan þú komst á launaskrá hjá Heimsfylkingunni gegn ESB. Fylkingin hét félag ungra kommúnista í gamladaga og sungu Sóleyjarkvæði inn á plötu. Það var góð plata á sinn hátt. Þá var ESB kallað "herinn" og "kaninn" og þá var Sjálfstæðisflokkurinn í hlutverki Samfylkingarinnar í dag. Nú eru tímar lítið breyttir nema að maður veit ekki hverjir eru kommar og hverjir eru hægrimenn í Heimssýn. Það er kominn tími á nýja útgáfu af Sóleyjarkvæðinu með ESB málefnalegri gagnrýni.

Hvað varðar Schengen þá eru amk Íslenskir borgarar frjálsari en þeir voru áður.

Ég vildi ekki skifta á ferðafrelsi til að fá hömlur vegna EINS lánslauss

glæpamanns sem allir eru fegnir að losna við úr landi.

Gísli Ingvarsson, 3.3.2010 kl. 22:16

4 Smámynd: Tómas Ingi Adolfsson

Frjálst flæði vöru, þjónustu, fólks og fjármagns innan evrópska efnahagssvæðisins er tryggt í gegnum EES samninginn þannig að Schengen skiptir ekki öllu máli. Schengen hefur bara með vegabréfin að gera og það er engin sakaskrá sem fylgir vegabréfinu.

Tómas Ingi Adolfsson, 3.3.2010 kl. 23:36

5 identicon

Þó þetta hafi verið atvinnuskapandi í sjálfu sér vegna fjölgunar starfa við gæsluna þá held ég að árangurinn hafi sýnt að endurskoða þarf málið í heild sinni.

Magnús B Jóhannesson (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 23:46

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það var reyndar vegna þáttöku okkar í EES sem þessi vitleysa var tekin upp.

Heiðurinn af því samstarfi á Jón nokkur Baldvinson, hann hefur aldrei verið framsóknarmaður, alla vega ekki svo ég viti.

Það er hinsvegar hárrétt, þetta voru stór mistök hjá Íslendingum að ganast við þessu. Þetta sparaði ekkert, en kostar okkur mikið.

Það er reyndar ekki rétt hjá mér að að spari ekkert. Við erum einhverjum sekúndum fljótari gegn um tollinn. Þurfum ekki að sýna vegabréfið!!

Það er hinsvegar umhugsunarefni hvers vegna fólk úr einum ákveðnum stjórnmálaflokki vill alltaf endilega kenna framsókn um það sem slæmt er.

Gunnar Heiðarsson, 4.3.2010 kl. 02:19

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gunnar: Heiðarsson:  Hann heitir Jón Baldvin Hannibalsson. Sonur Hannibals Valdemarssonar.  Það er lámark að fara rétt með nöfn manna. 

Svo er óþarfi hjá Karli hérna að  klína þessu óskiptu áSjálfstæðisflokkinn. Um þetta var tæpast deilt á sínum tíma og ef ég man rétt þá lá Björn Bjarnason ekki á liði sínu og sagði Schengensamstarfið í þágu frelsis og öryggis, semvirðast ansi skemmtileg öfugmæli í ljósi þess sem reyndist.

Það er sem ég segi...sumir hafa ekki minni, sem dugir yfir þröskuld...

Jón Steinar Ragnarsson, 4.3.2010 kl. 06:10

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er skiljanlegt að Birni hugnaðist þetta. Í þessu flest lausung og ógn við öryggi í raun, sem í hugum Glóbalistanna er andhverf hvatning eins og það heitir. Þ.e. að skapa nægilegan glundroða til þess að fólkið sjálfrt heimti eftirlitsbákn og frelsisskerðingu á öllum flötum. Ansi klókindalegt og líklega eitthvað sem hann hefur pikkað upp á einum af Bilderbergbundunum.

Það er akkúrat það sem er að gerast núna.  Við færumst hægt og örugglega í átt að lögregluríkisútópíunni. Þ.e. ef þið látið nógu andskoti hátt um þetta og jarmið eins og rollum sæmir.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.3.2010 kl. 06:17

9 Smámynd: Benedikt V. Warén

Schengen voru mistök.  .

Mig minnir að það samkomulag sé óskilgetið "glasabarn" Þorsteins Pálssonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar, eftir eina gleðiferðina þeirra til Evrópu þar sem skálað var fyrir ýmsum framfaramálum m.a. að stefna inn í ESB.  Schengen var talinn einn þröskuldurinn sem þurfti að stíga yfir til að létta þá vinnu, þrátt fyrir að Bretland væri ekki í Schengen, en var þó í ESB. 

Halldóri Ásgrímssyni hlotnaðist hins vegar sá vafasami heiður, að klára það heiðursmannasamkomulag sem hinir tveir höfðu skálað fyrir, - á meðan þeir voru enn þá félagar og vinir í ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar. 

Sá vinskapur slitnaði mjög snögglega í beinni útsendingu á Stöð 2, eins og margir muna.

Benedikt V. Warén, 4.3.2010 kl. 09:17

10 Smámynd: Vendetta

Önnur öfugmæli eru þau sem Davíð Oddson benti á meðan hann ennþá var og hét. Hann sagði að það væri fíflalegt að vera skyldugur að bera vegabréf á sér á öllum ferðalögum mili landa á Schengen-svæðinu til að geta sýnt fram á að maður þurfi ekki vegabréf.

Hann átti þá við að löggan getur stöðvað hvern sem er á Schengen-svæðinu hvenær sem er og krafizt skilríkja, helzt vegabréfs.

Vendetta, 4.3.2010 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband