Þriðjudagur, 2. mars 2010
Tveggja flokka stjórn án Samfylkingar
Samfylkingin er einangruð í íslenskri pólitík. Þingmenn úr þrem stjórnmálaflokkum; Vinstri grænum, Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki hafa reglulega fundað saman, bæði á opnum vettvangi Heimssýnar og á sérstökum fundum með burðarásum atvinnulífsins.
Sameiginlegt mat á þessum fundum er að ESB-helför Samfylkingarinnar gengur þvert á þjóðarhagsmuni í bráð og lengd. Jafnframt að brýn nauðsyn sé að breiðfylking fullveldissinna taki við landsstjórninni.
Á grundvelli almennrar stöðu stjórnmála á Íslandi annars vegar og hins vegar reglulegra funda þriggja flokka sem sjá íslenska framtíð fyrir þjóðina má slá því föstu að raunhæfur grundvöllur er fyrir tveggja flokka stjórn án Samfylkingar.
Það er útfærsluatriði hvort Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri grænir geri sérstakan samning við Framsóknarflokkinn um hlutleysi.
Meginatriðið er þetta: ESB-helför Samfylkingarinnar kemur í veg fyrir endurreisn þjóðlífsins.
Athugasemdir
Glöggur að vanda.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.3.2010 kl. 22:28
Páll Vilhjálmsson.
Hver vill fara í stjórn með VG í dag ?
JR (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 22:40
Lilja Mósesdóttir yrði þá ráðherraefni!
Sigurður Þorsteinsson, 2.3.2010 kl. 23:01
Óttalegt bull í þér að vanda. Hver er þessi helför gegn þjóðinni? Það er sá farvegur sem 28 lýðræðisþjóðir í Evrópu hafa valið sér. Meirihluti þjóðarinnar hefur talið að það sé rétt að kanna hvað aðildarumsókn býður upp á, en það er svo týpískt íslenskt að vera búinn að gefa sér niðurstöðuna áður en viðræður hefjast. Það er kominn tími til að farið sé að tala í lausnum og láta af því svartagallsrausi, sem margir ónefndir eru fastir í. Þeir þurfa á pólitískri meðferð að halda og reyna að skilja það að það eru til fleiri litir en hvítt og svart í litrófinu. Sem betur fer eru ekki margir slíkir afturhaldssinnar í Sf, en þeir hafa sosum verið þar, en hafa fljótlega farið annað þegar þeir fá ekki hljómgrunn.
ET (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 23:02
ESB helförin er í boði Samfylkingarinnar og Icesave er lestin.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 23:15
Laukréttur.
sandkassi (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 02:09
Helför er afar viðeigandi orð og við skulum rétt vona að þessi flokksómynd verði því sem næst þurrkuð út eins og umsóknin.
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 02:25
Kostirnir eru ekki miklir, mikilvægt er að koma Samspillingunni út úr stjórn. En það er of mikið óbragð af VG sem getur varla talist stjórntækur flokkur við núverandi aðstæður í uppbyggingunni, þar sem það lið er á móti bókstaflega öllu sem snýr að atvinnuuppbyggingu, og talar í klisjum og frösum líkt og Samspillingin, úrræðaleysi og heimska er alger í þeim flokki.
En er þá ekki þjóðstjórn bara málið, skipuðu fólki utan þings til að taka að sér völdin í landinu og skipuleggja uppbygginguna. Það er ekki einn maður sem ég treysti innan veggja alþingis í dag.
Pétur Halldórsson (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 08:19
Sammála síðasta ræðumanni út í eitt.
Þórður Bragason, 3.3.2010 kl. 10:51
Fólk treystir Davið Oddsyni best
Örn Ægir (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.