Stígum skrefið til fulls, leggjum af lýðveldið

Kosningabrátta Samfylkingarinnar snýst um að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir margítrekaði þau skilaboð í Kastljósi í kvöld. Þegar stjórnmálaflokkur hefur það eina erindi að afsala fullveldi landsins til Brussel má spyrja hvort ekki eigi að stíga skrefið til fulls.

Vitanlega er algjör óþarfi og hreinasta bruðl að reka hér sjálfstætt lýðveldi. Nær væri að leggja árar í bát, biðja Dani að taka við forræði okkar enda búa þeir að reynslunni. Við myndum gera Alþingi að ráðgjafaþingi sem hittist á tyllidögum og skrifaði bænaskrár til Kaupmannahafnar, c/o Brussel.

Ef hart yrði í ári gætum við alltaf spurst fyrir um þennan skika á Jótlandsheiði sem var tekinn frá fyrir Íslendinga á árum áður.

Má búast við tíðindum frá Samfylkingunni eftir næstu skoðanakönnun?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

úr almennum hegningarlögum

86. gr. Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.

nánar hér: http://www.althingi.is/lagasofn/nuna/1940019.html

kaldi (IP-tala skráð) 15.1.2007 kl. 20:53

2 Smámynd: Guðmundur Gunnarsson

Hvernig í veröldinni tekst þér að komast að þeirri niðurstöðu að Evrópsk samvinna sé afsal fullveldis. Þessi málflutningur er ekkert annað en rakalaus sleggjudómur og er fyrir neðan allar hellur. Móðgun við heilbrigða hugsun, eins og Helgi stærðfræðikennari minn í Tækniskólanum sagði oft.

Eru lönd Evrópu ekki fullvalda? Hvaðan koma jótlensku heiðarnar inn í málið? Eru hin norðurlöndin sem hafa gengið til samstarfs við önnur Evrópuríki líka á leiðinni þangað? Eru Finnarnir og Svíarnir fluttir þangað? Ég er tíður gestur á norðurlöndum og hef ekki orðið var við þjóðflutninga. Finnar þakka öflugan uppgang atvinnulífsins síns samstarfi innan Evrópu. Ég þekki engan Finna sem telur sig ekki búa í fullvalda ríki. Sama má segja um Danmörk og Svíþjóð.

Staðreyndin er nú sú eins við vitum öll, að umtalsverður hluti þeirra reglugerða sem eru samþykktar í samstarfi fullvalda Evrópuríkja öðlast líka gildi hér. Enda hlýtur það blasa við að svo sé. Við búum í samskonar þjóðfélagi og höfum samskonar markmið. Okkar þjóðfélagsgerð kallar vitanlega á svipaðar reglugerðir og tíðkast annarsstaðar í Evrópu.

Það eru reyndar nokkrar reglugerðir ættaðar frá Brussel, sem ekki hafa fengið náð fyrir ríkisstjórn Íslands. Allar eiga þær sér það sammerkt að auka réttindi launamanna.

Ástæðan fyrir stofnun aukins samstarfs Evrópuþjóða var eins og menn vita, að skapa stærri markað, auka viðskipti, fella niður tollamúra og fjölga með því störfum. Evrópskir stjórnmálamenn sáu það upp miðri síðustu öld, að þeir urðu að gera eitthvað til þess að Evrópa gæti staðist ríkjasamstarfinu sem kallað er Bandaríki norður Ameríku og eins Asíulöndum snúning. Reyndar má benda á ef um er að ræða fullveldis afsal værum við líklega að tala um samskonar ríkjasamstarf og er innan BNA. Ég hef ekki heyrt um nokkurn Evrópubúa sem talar um að það standi til.

Reyndar hafði einn hluti Evrópu staðist alla samkeppni, það var ríkjasamstafið sem heitir Norðurlönd og síðar var svipað form tekið upp í Evrópusamstarfinu.

Trúlega hefur engin þjóð í Evrópu notið þessa samstarfs fullvalda ríkja í jafnríkum mæli eins og hin fullvalda þjóð í norðri Ísland. Sama hvort litið sé til Norðurlanda samtarfsins eða á Evrópu samstarfið. Það höfum við séð á þróun íslensks efnahagslífs, allt frá því við hófum í auknum mæli samstarf við önnur fullvalda ríki Evrópu.

Má ekki lyfta umræðunni á aðeins hærra plan? Við eigum að kanna hvað okkur standi til boða, og taka þá afstöðu. Við eigum að hafa burði til þess að taka þátt í málefnanlegri umræðu, í stað þess að gera sífellt það sama; Reka umræðuna út af borðinu með einhverjum asnalegum og rakalausum fullyrðingum.

Guðmundur Gunnarsson, 15.1.2007 kl. 20:55

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ekki var stofnað til Evrópusambandsins undir þeim formerkjum sem Guðmundur vill vera láta. Til sambandsins var stofnað vegna tveggja heimsstyrjalda á síðustu öld. Tilgangurinn var að bræða saman efnahagslega hagsmuni til að forða Evrópu frá þeirri þriðju. Þess vegna voru mikilvægustu auðlindir þess tíma, kol og stál, settar undir sameiginlegt forræði. Á sama tíma vorum við að tryggja okkar helstu auðlind, landhelgina, og fengum ekki mikinn stuðning frá meginlandi Evrópu til þess.
Við eigum að kanna hvað okkur stendur til boða, segir Guðmundur. Hvers vegna í ósköpunum? Samkvæmt öllum hefðbundnum mælikvörðum um lífskjör þjóða hefur okkur tekist langtum betur en nær öllum þjóðum Evrópusambandins.

Páll Vilhjálmsson, 15.1.2007 kl. 21:14

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Eins og áður í þessari umræðu snýst allt um peningana sem VIÐ eigum að geta fengið út úr þessari Evrópusambandsaðild. Það virðist ekki nokkur maður kveikja á því að við íslendingar eigum að vera orðnir nokkurn veginn með ríkustu þjóðum og þá er nær að halda að við verðum bara skattlagðir NIÐUR á plan hinna fátækari þjóða.

Ég get ekki neitað því að um mig hríslast landráðatilfinninginn eins og "kalda". Sérstaklega finnst mér Eiríkur Bergmann ganga langt í þessari umræðu því að hann sem kennari er að fara með nemendur í pílagrímsferðir til Brussel til að kynna nemendum sínum dýrðina.

Það er alveg kristaltært í mínum huga að þeir sem kjósa Samfylkinguna í næstu kosningum eru að kjósa MEÐ sjálfstæðisafsali og það er ein af ástæðum þess að ég stofnaði Flokkinn til að vinna á móti þessu. Og mig vantar liðsmenn!

Haukur Nikulásson, 15.1.2007 kl. 21:30

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þið eruð þá sem sagt að segja að 90% af þjóðum Evrópu sé búin að afsala fullveldi sínu?  Þau ráði engur og verði að bera allt undir ESB?  Þið eruð að segja að Frakkland, Þýskaland, Svíþjóð Finnland, Danmörk, Grikkland, Spánn og svo framvegis séu búin að afsala sér fullveldi sínu. Þá eru það við og Norðmenn og Sviss og Luxemborg sem erum einu fullvalda þjóðirnar. EN bíðið þið við erum við ekki seld undir það að um 80% af ákvörðunum ESB eru bindandi fyrir okkur?

Ef að það er svona slæmt að vera í ESB afhverju eru þá engar þjóðir á leið þaðan út aftur?

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.1.2007 kl. 23:11

6 Smámynd: Kristján Pétursson

Ótrúlegt að maður með þína þekkingu og reynslu í pólutík skulir opinbera vanþekkingu þína svo  berlega eins og raun ber vitni um ESB málin."Leggja af lýðveldið og afsala sér fullveldi".Þetta er gamalkunn íhaldslumma,sem ég hélt að hefði horfið úr pólutískri  umræðu þegar Davíð hætti.Vona að þú kunnnir að skilgreina fullveldi þjóða frá bandalagi.Magnús Helgi  er með greinargott svar til þín,þar er engu við að bæta.

Kristján Pétursson, 15.1.2007 kl. 23:32

7 identicon

Gleymt er þá gleypt er. Umræða um aðild að ESB hefði verið talin fráleit fyrir nokkrum áratugum. Víst er þó að margir stuðningsmanna þeirra flokka sem vilja ESB aðild vildu fyrr meir taka þátt í öðru ríkjabandalagi sem nú er blessunarlega liðið undir lok. Mönnum verður tíðrætt um þá kosti sem fylgja aðild að ESB. Er þetta enn hugmynd um frían hádegisverð. Jafnvel um að fá greitt fyrir að borða hádegisverð. Það er enginn hádegisverður ókeypis. Kaupa verður aðganginn. Spurningin er hvað kostar hann, hver borgar hann og hver verður gjaldmiðillinn.

Björn Jónsson

Björn Jónsson (IP-tala skráð) 16.1.2007 kl. 16:37

8 identicon

Vel athugað hjá þér Páll.Von að Samfylkingargemsunum sárni.

Bollaspá (IP-tala skráð) 16.1.2007 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband